Blikar unnu sinn fyrsta sigur eftir Verslunarmannahelgi þegar þeir sóttu þrjú stig í Ólafsvíkina í kvöld.
Gísli Eyjólfsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Aron Bjarnason skoruðu mörk Blika í leiknum. Mark Gísla var einstaklega glæsilegt en hann skoraði með þrumuskoti af löngu færi.
Aron Bjarnason lagði upp annað markið óeigingjarnt fyrir Sveinn Aron Guðjohnsen sem opnaði markareikning sinn í Breiðabliki. Aron skoraði síðan sjálfur þriðja markið í seinni hálfleiknum og innsiglaði sigurinn.
Þetta var fyrsti sigur Blika í ágúst en síðasti sigurleikur liðsins á undan þessum kom á móti Fjölni 31. júlí síðastliðinn.
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá mörk Blika í Ólafsvík í kvöld.
