Ófarir Leicester City virðast engan endi ætla að taka en í dag töpuðu Englandsmeistararnir 1-0 fyrir C-deildarliði Millwall í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, gerði 10 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Swansea um síðustu helgi. Það breytti þó litlu.
Millwall missti mann af velli á 52. mínútu þegar Jake Cooper fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Einum færri tryggði Milwall sér sigurinn, þökk sé marki Shauns Cummings á lokamínútunni.
Cristhian Stuani tryggði Middlesbrough farseðilinn í 8-liða úrslitin þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Oxford United. Lokatölur 3-2, Boro í vil.
Boro var 2-0 yfir í hálfleik en C-deildarliðið gafst ekki upp og jafnaði metin með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik.
Stuani kramdi svo hjörtu Oxford-manna þegar hann skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok.
Huddersfield Town og Manchester City gerðu markalaust jafntefli.
Fyrr í dag vann utandeildarlið Lincoln City 0-1 sigur á Burnley.
Klukkan 17:30 hefst svo leikur Wolves og Chelsea.
Úrslit dagsins:
Burnley 0-1 Lincoln
0-1 Sean Raggett (89.)
Huddersfield 0-0 Man City
Middlesbrough 3-2 Oxford
1-0 Grant Leadbitter, víti (26.), 2-0 Rudy Gestede (35.), 2-1 Chris Maguire (64.), 2-2 Antonio Martinez (66.), 3-2 Cristhian Stuani (86.).
Millwall 1-0 Leicester
1-0 Shaun Cummings (90.).
Rautt spjald: Jake Cooper, Millwall (52.).
