Fótboltahátíð í skötuveislunni │ Myndband Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. desember 2017 08:00 Níu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar nítjánda umferðin klárast. Dagurinn byrjar á heimsókn Englandsmeistaranna á Goodison Park til Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í hádeginu. Fyrri viðureign þessara liða í haust endaði með 2-0 sigri Chelsea. Everton hefur ekki tapað deildarleik síðan Sam Allardyce tók við liðinu, eða síðan 26. nóvember. Enn fremur hefur liðið ekki tapað á Goodison Park síðan Arsenal kom í heimsókn í október og getur því náð í fimmta heimasigurinn í röð með sigri í dag. Englandsmeistararnir hafa unnið sex af tíu leikjum sínum á útivelli í deildinni til þessa og munu veita Gylfa og félögum hörkuleik. Chelsea situr í þriðja sæti deildarinnar, og situr þar áfram sama hver úrslit leiksins verða þar sem liðið kemst ekki upp fyrir Manchester United í öðru sætinu nema fara með tíu marka sigur. Everton kemst hins vegar upp fyrir Leicester í áttunda sætið fari þeir með sigur. Sex viðureignir fara fram klukkan þrjú. Nýliðar Brighton taka á móti Watford, en bæði lið eru um miðja deild. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Vicarage Road í ágúst. Meistaraefnin í Manchester City geta unnið sautjánda deildarleikinn í röð fari þau með sigur á Bournemouth á Etihad vellinum í Manchester. Bournemouth er í baráttunni við fallsvæðið, situr í sextánda sæti með sextán stig og gæti dottið niður í fallsæti með óhagstæðum úrslitum í dag. Southampton mætir Huddersfield á St. Mary's leikvangnum í Southampton. Liðin eru í 11. og 12. sæti deildarinnar og munar þremur stigum á þeim. Fari Southampton með sigur munu þau skipta um sæti þar sem markatala Huddersfield er mun óhagstæðari, -14 á móti -7 hjá Southampton. Það verður fallslagur í Stoke þegar West Bromwich Albion mætir í heimsókn. Stoke situr í 17. sætinu með 16 stig, tveimur stigum og tveimur sætum fyrir ofan West Brom. Stjóralaust Swansea fær Crystal Palace í heimsókn. Palace, sem vermdi botnsætið sem Swansea situr nú í lengi framan af, hefur snúið gengi sínu við eftir ráðningu Roy Hodgson og er nú komið upp í 14. sæti deildarinnar. Munurinn niður á botninn er þó aðeins fimm stig. Svanirnir fóru með 2-0 sigur á Selhurst Park í ágúst, en formið er örnunum í hag í þetta skiptið. David Moyes fær Rafael Benitez í heimsókn til Lundúna þegar West Ham tekur á móti Newcastle. Bæði lið eru í baráttunni í neðri helmingi deildarinnar, þar sem pakkinn er þéttur og sigur getur breytt miklu. West Ham er í 15. sæti en gæti farið upp í 12. með sigri og hagstæðum úrslitum. Newcastle situr í 18. sæti en gæti að sama skapi farið upp í það 14. Síðdegis tekur Jóhann Berg Guðmundsson svo á móti Harry Kane þegar Tottenham kemur í heimsókn til Burnley á Turf Moor. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Wembley fyrr á tímabilinu. Aðeins eitt sæti og eitt stig aðskilur liðin, Burnley í 6. sæti með 32 stig og Tottenham í því sjöunda með 31. Af þeim níu leikjum sem hafa verið leiknir á Turf Moor til þessa hafa aldrei verið skoruð fleiri en tvö mörk, og oftast enda leikirnir 1-0. Það er því ekki von á mikilli markaveislu, og þar hjálpar ekki að Tottenham hefur bara skorað eitt mark í síðustu þremur útileikjum. Það er hins vegar meira en mánuður síðan Tottenham skoraði ekki í deildarleik, svo því telst líklegt að Burnley þurfi að taka sig til og skora tvö mörk til að sigra í dag. Lokaleikur dagsins er svo leikur Leicester og Manchester United á King Power vellinum í Leicester. Bæði lið töpuðu í deildarbikarnum í vikunni og vilja því ná í sigur áður en jólin ganga í garð. United sigraði 2-0 á Old Trafford þegar liðin mættust í þriðju umferðinni. Jose Mourinho situr með sína menn í öðru sætinu og mun sitja þar áfram sama hvernig fer, nema Chelsea nái þessum 10 marka sigri á Everton. Leicester er í áttunda sætinu með 26 stig. Upphitunarmyndband fyrir daginn má sjá í spilaranum hér að ofan.Leikir dagsins: 12:30 Everton - Chelsea, bein útsending á Stöð 2 Sport 2 15:00 Brighton - Watford 15:00 Manchester City - Bournemouth, í beinni textalýsingu á Vísi 15:00 Southampton - Huddersfield 15:00 Stoke - West Bromwich Albion 15:00 Swansea - Crystal Palace 15:00 West Ham - Newcastle 17:30 Burnley - Tottenham, bein útsending á Stöð 2 Sport 19:45 Leicester - Manchester United, bein útsending á Stöð 2 Sport Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Níu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar nítjánda umferðin klárast. Dagurinn byrjar á heimsókn Englandsmeistaranna á Goodison Park til Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í hádeginu. Fyrri viðureign þessara liða í haust endaði með 2-0 sigri Chelsea. Everton hefur ekki tapað deildarleik síðan Sam Allardyce tók við liðinu, eða síðan 26. nóvember. Enn fremur hefur liðið ekki tapað á Goodison Park síðan Arsenal kom í heimsókn í október og getur því náð í fimmta heimasigurinn í röð með sigri í dag. Englandsmeistararnir hafa unnið sex af tíu leikjum sínum á útivelli í deildinni til þessa og munu veita Gylfa og félögum hörkuleik. Chelsea situr í þriðja sæti deildarinnar, og situr þar áfram sama hver úrslit leiksins verða þar sem liðið kemst ekki upp fyrir Manchester United í öðru sætinu nema fara með tíu marka sigur. Everton kemst hins vegar upp fyrir Leicester í áttunda sætið fari þeir með sigur. Sex viðureignir fara fram klukkan þrjú. Nýliðar Brighton taka á móti Watford, en bæði lið eru um miðja deild. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Vicarage Road í ágúst. Meistaraefnin í Manchester City geta unnið sautjánda deildarleikinn í röð fari þau með sigur á Bournemouth á Etihad vellinum í Manchester. Bournemouth er í baráttunni við fallsvæðið, situr í sextánda sæti með sextán stig og gæti dottið niður í fallsæti með óhagstæðum úrslitum í dag. Southampton mætir Huddersfield á St. Mary's leikvangnum í Southampton. Liðin eru í 11. og 12. sæti deildarinnar og munar þremur stigum á þeim. Fari Southampton með sigur munu þau skipta um sæti þar sem markatala Huddersfield er mun óhagstæðari, -14 á móti -7 hjá Southampton. Það verður fallslagur í Stoke þegar West Bromwich Albion mætir í heimsókn. Stoke situr í 17. sætinu með 16 stig, tveimur stigum og tveimur sætum fyrir ofan West Brom. Stjóralaust Swansea fær Crystal Palace í heimsókn. Palace, sem vermdi botnsætið sem Swansea situr nú í lengi framan af, hefur snúið gengi sínu við eftir ráðningu Roy Hodgson og er nú komið upp í 14. sæti deildarinnar. Munurinn niður á botninn er þó aðeins fimm stig. Svanirnir fóru með 2-0 sigur á Selhurst Park í ágúst, en formið er örnunum í hag í þetta skiptið. David Moyes fær Rafael Benitez í heimsókn til Lundúna þegar West Ham tekur á móti Newcastle. Bæði lið eru í baráttunni í neðri helmingi deildarinnar, þar sem pakkinn er þéttur og sigur getur breytt miklu. West Ham er í 15. sæti en gæti farið upp í 12. með sigri og hagstæðum úrslitum. Newcastle situr í 18. sæti en gæti að sama skapi farið upp í það 14. Síðdegis tekur Jóhann Berg Guðmundsson svo á móti Harry Kane þegar Tottenham kemur í heimsókn til Burnley á Turf Moor. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Wembley fyrr á tímabilinu. Aðeins eitt sæti og eitt stig aðskilur liðin, Burnley í 6. sæti með 32 stig og Tottenham í því sjöunda með 31. Af þeim níu leikjum sem hafa verið leiknir á Turf Moor til þessa hafa aldrei verið skoruð fleiri en tvö mörk, og oftast enda leikirnir 1-0. Það er því ekki von á mikilli markaveislu, og þar hjálpar ekki að Tottenham hefur bara skorað eitt mark í síðustu þremur útileikjum. Það er hins vegar meira en mánuður síðan Tottenham skoraði ekki í deildarleik, svo því telst líklegt að Burnley þurfi að taka sig til og skora tvö mörk til að sigra í dag. Lokaleikur dagsins er svo leikur Leicester og Manchester United á King Power vellinum í Leicester. Bæði lið töpuðu í deildarbikarnum í vikunni og vilja því ná í sigur áður en jólin ganga í garð. United sigraði 2-0 á Old Trafford þegar liðin mættust í þriðju umferðinni. Jose Mourinho situr með sína menn í öðru sætinu og mun sitja þar áfram sama hvernig fer, nema Chelsea nái þessum 10 marka sigri á Everton. Leicester er í áttunda sætinu með 26 stig. Upphitunarmyndband fyrir daginn má sjá í spilaranum hér að ofan.Leikir dagsins: 12:30 Everton - Chelsea, bein útsending á Stöð 2 Sport 2 15:00 Brighton - Watford 15:00 Manchester City - Bournemouth, í beinni textalýsingu á Vísi 15:00 Southampton - Huddersfield 15:00 Stoke - West Bromwich Albion 15:00 Swansea - Crystal Palace 15:00 West Ham - Newcastle 17:30 Burnley - Tottenham, bein útsending á Stöð 2 Sport 19:45 Leicester - Manchester United, bein útsending á Stöð 2 Sport
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira