Sam Allardyce hefur tilkynnt eiganda Crystal Palace að hann vilji ekki halda áfram sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins.
Allardyce hitti Steve Parish, eiganda félagsins, í kvöld og samkvæmt heimildum Sky Sports var niðurstaðan af þeim fundi að Allardyce vilji ekki halda áfram í þessu starfi.
Það voru engin leiðindi á milli þeirra Allardyce og Parish samkvæmt frétt Sky Sports og málið snýst heldur ekki um peninga til að kaupa nýja leikmenn til liðsins í sumar.
Crystal Palace hefur ekki sagt frá starfslokum Allardyce og það er eins og menn þar á bæ vonist enn til að hann haldi áfram. Það er þó ekki að fara gerast samkvæmt heimildum Sky Sports.
Sam Allardyce tók við liðinu af Alan Pardew í desember þegar Crystal Palace var í sautjánda sæti og aðeins stigi fyrir ofan fallsætið. Palace-liðið endaði í fjórtánda sæti og var að mestu laust við falldrauginn á lokasprettinum. Lið undir stjórn Allardyce hefur aldrei fallið og það breyttist ekki í ár.
Þetta var fyrsta starf Sam Allardyce eftir að hann hætti óvænt með enska landsliðið eftir aðeins 67 daga í starfi.
Undir stjórn Allardyce vann Palace meðal annars sex af átta leikjum og á þeim kafla vann liðið Chelsea, Arsenal og Liverpool.
Sam Allardyce vill ekki vera áfram með Crystal Palace
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn
