Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2017 06:58 Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma. Fréttin verður uppfærð fram eftir degi í vaktinni hér fyrir neðan. Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma klukkan tólf í hádeginu þar sem fjallað var ítarlega um árásina. Sjá má fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.Sprengjan sprakk í anddyri tónleikahallarinnar þegar gestir voru að streyma út. Alls voru um 21 þúsund manns á tónleikunum. Lögreglan hefur staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu. Ekki var annar árásarmaður á staðnum að því er talið er en einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust.Búið er að fresta kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu þann 8. júní næstkomandiAriana Grande setti skilaboð á Twitter-síðu sína í nótt þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð vegna árásarinnar.Fyrsta fórnarlamb árásarinnar hefur verið nafngreint, hin átján ára Georgina Callander.Þá hefur jafnframt hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos verið nafngreind sem ein þeirra sem létust í árásinni.Þetta er önnur hryðjuverkaárásin sem gerð er í Englandi á tveimur mánuðum en þann 22. mars síðastliðinn var framin árás í London þegar maður keyrði niður vegfarendur við Westminster í London. Sex manns létust og tugir særðust.Lögregla í Manchester segir árásarmanninn hafa verið hinn 22 ára Salam Abedi.broken. from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017 Hér neðar má sjá myndband af augnablikinu þegar sprengjan sprakk:Byggt á fréttum Guardian og BBC. Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér neðar. Fyrir neðan útsendinguna er að finna vakt Vísis með nýjustu fréttum af málinu.
Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma. Fréttin verður uppfærð fram eftir degi í vaktinni hér fyrir neðan. Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma klukkan tólf í hádeginu þar sem fjallað var ítarlega um árásina. Sjá má fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.Sprengjan sprakk í anddyri tónleikahallarinnar þegar gestir voru að streyma út. Alls voru um 21 þúsund manns á tónleikunum. Lögreglan hefur staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu. Ekki var annar árásarmaður á staðnum að því er talið er en einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust.Búið er að fresta kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu þann 8. júní næstkomandiAriana Grande setti skilaboð á Twitter-síðu sína í nótt þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð vegna árásarinnar.Fyrsta fórnarlamb árásarinnar hefur verið nafngreint, hin átján ára Georgina Callander.Þá hefur jafnframt hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos verið nafngreind sem ein þeirra sem létust í árásinni.Þetta er önnur hryðjuverkaárásin sem gerð er í Englandi á tveimur mánuðum en þann 22. mars síðastliðinn var framin árás í London þegar maður keyrði niður vegfarendur við Westminster í London. Sex manns létust og tugir særðust.Lögregla í Manchester segir árásarmanninn hafa verið hinn 22 ára Salam Abedi.broken. from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017 Hér neðar má sjá myndband af augnablikinu þegar sprengjan sprakk:Byggt á fréttum Guardian og BBC. Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér neðar. Fyrir neðan útsendinguna er að finna vakt Vísis með nýjustu fréttum af málinu.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01