Aðalráðgjafi Trumps rekinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 17:06 Steve Bannon hefur verið einn áhrifamesti en jafnframt umdeildasti starfsmaður Hvíta hússins. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt sínum nánasta hring að hann hafi í hyggju að reka aðalráðgjafa sinn, Steve Bannon. Bannon hefur allt frá því að Trump tók við embætti verið einn áhrifamesti maðurinn í Hvíta húsinu og vann hann sér inn traust forsetans með galvaskri framgöngu sinni í kosningabaráttu Trumps á síðasta ári. Áður hafði hann rekið fréttaveituna Breitbart, eitt helsta málgang þjóðernissinnaðra Bandaríkjamanna.Sjá einnig: Steve Bannon, úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur þó átt undir högg að sækja á síðustu mánuðum og ítrekað hafa borist fregnir af árekstrum hans við aðra starfsmenn Hvíta hússins. Hann er fjórði háttsetti starfsmaður Hvíta hússins sem tekur pokann sinn á síðastliðnum mánuði. Áður hefur starfsmannastjóri Hvíta hússins, yfirmaður fjölmiðlamála og samskiptastjórinn yfirgefið starfslið forsetans. Trump gæti haldið honum lengur Á vef New York Times kemur fram að forsetinn sitji á rökstólum með háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins um hvernig skuli standa að brottrekstri Bannons. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Bandaríkjaforseti sé þekktur fyrir að ganga þvert á ráðleggingar aðstoðarmanna sinna og kunni því að halda Bannon „eitthvað lengur.“ Á blaðamannafundi í vikunni var Trump tregur til að svara spurningum um framtíð Bannons. Heimildarmaður New York Times, sem sagður er standa Bannon nærri, segir hann hafa látið forsetann fá uppsagnarbréf sitt þann 7. ágúst síðastliðinn. Uppsögnin hefði tekið gildi síðastliðinn mánudag ef ekki hefði verið fyrir Charlottesville-uppþotin um síðustu helgi. Ef eitthvað er hæft í sögum af uppsagnarbréfinu þá kann það að útskýra opinskátt viðtal Bannons við The American Prospect á miðvikudag. Þar sagði hann hvíta þjóðernissinna vera „samansafn af trúðum“ og minnipokamenn. Þessi hópur myndar kjarnann í harðasta stuðningsmannahópi forsetans.Uppfært klukkan 17:25:Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið. Þar segir:Starfsmannstjóri Hvíta hússins, John Kelly, og Steve Bannon hafa komist að samkomulagi um að þetta verði síðasti dagur Bannons. Við erum þakklát fyrir þjónustu hans og óskum honum alls hins besta. Tengdar fréttir Nýr samskiptastjóri kominn í Hvíta húsið tímabundið Ungur ráðgjafi Donalds Trump forseta, Hope Hicks, tekur við starfi samskiptastjóra Hvíta hússins, tímabundið. Rætt er um frekari mannabreytingar í Hvíta húsinu. 16. ágúst 2017 16:09 Sagði hvíta þjóðernissinna minnipokamenn og „samansafn af trúðum“ Steve Bannon, einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræddi meðal annars óeirðirnar í Virginíu í viðtali við The American Prospect sem kom út í gær. 17. ágúst 2017 10:24 Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu stríðsherbergi innan Hvíta hússins 28. maí 2017 08:33 Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51 Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Steve Bannon hefur átt skrautlegan feril. Hann er nú orðinn aðalráðgjafi forseta Bandaríkjanna. Áður hefur hann stýrt fjölmiðli og selt tölvuleikjagull. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar halda því sumir fram að Bannon sé valdamesti mað 18. febrúar 2017 07:00 Steve Bannon ekki lengur í þjóðaröryggisráðinu Donald Trump gerir breytingar innan Hvíta hússins. 5. apríl 2017 16:28 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt sínum nánasta hring að hann hafi í hyggju að reka aðalráðgjafa sinn, Steve Bannon. Bannon hefur allt frá því að Trump tók við embætti verið einn áhrifamesti maðurinn í Hvíta húsinu og vann hann sér inn traust forsetans með galvaskri framgöngu sinni í kosningabaráttu Trumps á síðasta ári. Áður hafði hann rekið fréttaveituna Breitbart, eitt helsta málgang þjóðernissinnaðra Bandaríkjamanna.Sjá einnig: Steve Bannon, úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur þó átt undir högg að sækja á síðustu mánuðum og ítrekað hafa borist fregnir af árekstrum hans við aðra starfsmenn Hvíta hússins. Hann er fjórði háttsetti starfsmaður Hvíta hússins sem tekur pokann sinn á síðastliðnum mánuði. Áður hefur starfsmannastjóri Hvíta hússins, yfirmaður fjölmiðlamála og samskiptastjórinn yfirgefið starfslið forsetans. Trump gæti haldið honum lengur Á vef New York Times kemur fram að forsetinn sitji á rökstólum með háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins um hvernig skuli standa að brottrekstri Bannons. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Bandaríkjaforseti sé þekktur fyrir að ganga þvert á ráðleggingar aðstoðarmanna sinna og kunni því að halda Bannon „eitthvað lengur.“ Á blaðamannafundi í vikunni var Trump tregur til að svara spurningum um framtíð Bannons. Heimildarmaður New York Times, sem sagður er standa Bannon nærri, segir hann hafa látið forsetann fá uppsagnarbréf sitt þann 7. ágúst síðastliðinn. Uppsögnin hefði tekið gildi síðastliðinn mánudag ef ekki hefði verið fyrir Charlottesville-uppþotin um síðustu helgi. Ef eitthvað er hæft í sögum af uppsagnarbréfinu þá kann það að útskýra opinskátt viðtal Bannons við The American Prospect á miðvikudag. Þar sagði hann hvíta þjóðernissinna vera „samansafn af trúðum“ og minnipokamenn. Þessi hópur myndar kjarnann í harðasta stuðningsmannahópi forsetans.Uppfært klukkan 17:25:Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið. Þar segir:Starfsmannstjóri Hvíta hússins, John Kelly, og Steve Bannon hafa komist að samkomulagi um að þetta verði síðasti dagur Bannons. Við erum þakklát fyrir þjónustu hans og óskum honum alls hins besta.
Tengdar fréttir Nýr samskiptastjóri kominn í Hvíta húsið tímabundið Ungur ráðgjafi Donalds Trump forseta, Hope Hicks, tekur við starfi samskiptastjóra Hvíta hússins, tímabundið. Rætt er um frekari mannabreytingar í Hvíta húsinu. 16. ágúst 2017 16:09 Sagði hvíta þjóðernissinna minnipokamenn og „samansafn af trúðum“ Steve Bannon, einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræddi meðal annars óeirðirnar í Virginíu í viðtali við The American Prospect sem kom út í gær. 17. ágúst 2017 10:24 Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu stríðsherbergi innan Hvíta hússins 28. maí 2017 08:33 Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51 Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Steve Bannon hefur átt skrautlegan feril. Hann er nú orðinn aðalráðgjafi forseta Bandaríkjanna. Áður hefur hann stýrt fjölmiðli og selt tölvuleikjagull. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar halda því sumir fram að Bannon sé valdamesti mað 18. febrúar 2017 07:00 Steve Bannon ekki lengur í þjóðaröryggisráðinu Donald Trump gerir breytingar innan Hvíta hússins. 5. apríl 2017 16:28 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Nýr samskiptastjóri kominn í Hvíta húsið tímabundið Ungur ráðgjafi Donalds Trump forseta, Hope Hicks, tekur við starfi samskiptastjóra Hvíta hússins, tímabundið. Rætt er um frekari mannabreytingar í Hvíta húsinu. 16. ágúst 2017 16:09
Sagði hvíta þjóðernissinna minnipokamenn og „samansafn af trúðum“ Steve Bannon, einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræddi meðal annars óeirðirnar í Virginíu í viðtali við The American Prospect sem kom út í gær. 17. ágúst 2017 10:24
Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu stríðsherbergi innan Hvíta hússins 28. maí 2017 08:33
Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51
Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Steve Bannon hefur átt skrautlegan feril. Hann er nú orðinn aðalráðgjafi forseta Bandaríkjanna. Áður hefur hann stýrt fjölmiðli og selt tölvuleikjagull. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar halda því sumir fram að Bannon sé valdamesti mað 18. febrúar 2017 07:00
Steve Bannon ekki lengur í þjóðaröryggisráðinu Donald Trump gerir breytingar innan Hvíta hússins. 5. apríl 2017 16:28