Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 18:51 Anthony Scaramucci veifar nú bless eftir stuttan en litríkan feril sem samskiptastjóri Hvíta hússins. Vísir/AFP Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, hefur verið látinn fara eftir innan við tíu daga í starfi. New York Times greinir frá því að Donald Trump forseti hafi látið Scaramucci fara að beiðni nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mikla athygli vakti þegar Scaramucci hringdi í blaðamann New Yorker og jós fúkyrðum yfir Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump. Priebus lét af störfum fyrir helgi. Í stað Priebus skipaði forsetinn John Kelly, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðherra sinn, í starf starfsmannastjóra Hvíta hússins. New York Times byggir frétt sína á þremur heimildamönnum sem þekkja til ákvörðunarinnar um að láta Scaramucci fara. Ekki sé ljóst hvort að Scaramucci haldi áfram störfum í Hvíta húsinu eða segi algerlega skilið við stjórn Trump.Sagði Bannon „sjúga eigin lim“Sean Spicer, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði af sér þegar Trump ákvað að ráða Scaramucci. Priebus er einnig sagður hafa lagst gegn ráðningu hans. Scaramucci var ráðinn föstudaginn 21. júlí. Viðtal Scaramucci við blaðamann New Yorker á miðvikudag vakti mikla furðu. Þar sagði hann Priebus hafa „reðurteppt“ sig og að hann væri sjálfur ekki eins og Bannon sem væri að reyna að „sjúga á sér eigin lim“. Scaramucci er sagður hafa stært sig af því svara beint til Trump og að hann væri ekki undir valdi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly tók við starfi starfsmannastjóra í dag og segir New York Times að hann hafi gert starfsliði Hvíta hússins ljóst að hann réði nú ferðinni.Uppfært 19:25 Sean Spicer, fráfarandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Scaramucci hafi viljað gefa Kelly kost á að byrja frá grunni og byggja upp sitt eigið lið. Því stígi hann til hliðar. Washington Post hefur eftir heimildamönnum að Kelly hafi verið ofboðið vegna New Yorker-viðtalsins sem hafi verið vandræðalegt fyrir forsetann. Brottrekstur Scaramucci sé ætlað að breyta menningunni í Hvíta húsinu og að sýna starfsfólkinu að ummæli þess hafi alltaf áhrif á ímynd forsetans. Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur. 24. júlí 2017 06:00 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, hefur verið látinn fara eftir innan við tíu daga í starfi. New York Times greinir frá því að Donald Trump forseti hafi látið Scaramucci fara að beiðni nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mikla athygli vakti þegar Scaramucci hringdi í blaðamann New Yorker og jós fúkyrðum yfir Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump. Priebus lét af störfum fyrir helgi. Í stað Priebus skipaði forsetinn John Kelly, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðherra sinn, í starf starfsmannastjóra Hvíta hússins. New York Times byggir frétt sína á þremur heimildamönnum sem þekkja til ákvörðunarinnar um að láta Scaramucci fara. Ekki sé ljóst hvort að Scaramucci haldi áfram störfum í Hvíta húsinu eða segi algerlega skilið við stjórn Trump.Sagði Bannon „sjúga eigin lim“Sean Spicer, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði af sér þegar Trump ákvað að ráða Scaramucci. Priebus er einnig sagður hafa lagst gegn ráðningu hans. Scaramucci var ráðinn föstudaginn 21. júlí. Viðtal Scaramucci við blaðamann New Yorker á miðvikudag vakti mikla furðu. Þar sagði hann Priebus hafa „reðurteppt“ sig og að hann væri sjálfur ekki eins og Bannon sem væri að reyna að „sjúga á sér eigin lim“. Scaramucci er sagður hafa stært sig af því svara beint til Trump og að hann væri ekki undir valdi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly tók við starfi starfsmannastjóra í dag og segir New York Times að hann hafi gert starfsliði Hvíta hússins ljóst að hann réði nú ferðinni.Uppfært 19:25 Sean Spicer, fráfarandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Scaramucci hafi viljað gefa Kelly kost á að byrja frá grunni og byggja upp sitt eigið lið. Því stígi hann til hliðar. Washington Post hefur eftir heimildamönnum að Kelly hafi verið ofboðið vegna New Yorker-viðtalsins sem hafi verið vandræðalegt fyrir forsetann. Brottrekstur Scaramucci sé ætlað að breyta menningunni í Hvíta húsinu og að sýna starfsfólkinu að ummæli þess hafi alltaf áhrif á ímynd forsetans.
Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur. 24. júlí 2017 06:00 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53
Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur. 24. júlí 2017 06:00
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43