Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 08:33 Donald Trump ræðir hér við Angelu Merkel á fundi G7-ríkjanna á Sikiley á dögunum. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu „stríðsherbergi“ (e. war room) eða samhæfingarstöð innan Hvíta hússins til þess að bregðast við auknum þrýstingi í tengslum við Rússlandsrannsóknina. Þetta hefur Washington Post eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum forsetans innan sem utan Hvíta hússins. Í kjölfar heimkomu Trump til Bandaríkjanna í gærkvöldi hyggst starfslið forsetans blása til sóknar eftir að hafa þurft að verjast sífellt fleiri fregnum af tengslum kosningateymis forsetans, til að mynda tengdasonar hans og eins helsta ráðgjafa, Jareds Kushner, við Rússland og meint afskipti Rússa af kosningnum vestanhafs.Sjá einnig: Neita að svara spurningum um mál Kushner Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu nýtt 9 daga utanlandsferð forsetans til að kanna hvernig hægt sé auka lífslíkur helstu baráttumála Trump á þinginu en fjármálaáætlun hans hefur mætt mikilli andstöðu úr báðum flokkum. Þá herma heimildir blaðsins að þeir hafi að sama skapi í hyggju að umbylta samskiptum Hvíta hússins við bandarísku þjóðina; minnka áhersluna á daglega blaðamannafundi, sem upplýsingafulltrúinn Sean Spicer verður eflaust þakklátur fyrir og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi. Kellyanne Conway og Stephen Bannon á leið til fundar í Hvíta húsinu.Vísir/GettyAð Trump muni heldur ferðast um Bandaríkin og flytja ræður fyrir fullu húsi, tala beint til alþýðunnar eins og reyndist honum svo vel í kosningabaráttunni. Vígamenn í hverju rúmiStephen K. Bannon, ráðgjafi Trumps og einn helsti forsprakki íhaldsmiðilsins Breitbart, fer fyrir uppsetningu stríðsherbergis forsetans og hefur fengið til liðs við sig marga af baráttuglaðari meðlimum kosningateymisins. Þeirra á meðal er David N. Bossie sem var einn af háttsettari kosningastjórum forsetans og vann sér það til fræðgar, og aðdáunar Trumps, að rannsaka Bill og Hillary Clinton í um tvo áratugi. Hlutverk stríðsherbergsins er að samræma viðbrögð starfsmanna Hvíta hússins og forsetans við hvers kyns málum sem kunna að koma upp. Donald Trump hefur, ekki síst á Twitter, átt það til að tala í algjörri mótsögn við fullyrðingar undirmanna sinna. Þá hefur Kellyanne Conway, ráðgjafi og óopinber talsmaður forsetans, átt fjölda funda með stuðningsmönnum Trump utan stjórnkerfisins og farið þess á leit að þeir sýni stuðning sinn meira í verki en þeir hafi gert til þessa. Láti t.a.m. meira fé af hendi rakna svo hægt sé að framleiða fleiri auglýsingar um afrek Trumps á forsetastóli. Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu „stríðsherbergi“ (e. war room) eða samhæfingarstöð innan Hvíta hússins til þess að bregðast við auknum þrýstingi í tengslum við Rússlandsrannsóknina. Þetta hefur Washington Post eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum forsetans innan sem utan Hvíta hússins. Í kjölfar heimkomu Trump til Bandaríkjanna í gærkvöldi hyggst starfslið forsetans blása til sóknar eftir að hafa þurft að verjast sífellt fleiri fregnum af tengslum kosningateymis forsetans, til að mynda tengdasonar hans og eins helsta ráðgjafa, Jareds Kushner, við Rússland og meint afskipti Rússa af kosningnum vestanhafs.Sjá einnig: Neita að svara spurningum um mál Kushner Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu nýtt 9 daga utanlandsferð forsetans til að kanna hvernig hægt sé auka lífslíkur helstu baráttumála Trump á þinginu en fjármálaáætlun hans hefur mætt mikilli andstöðu úr báðum flokkum. Þá herma heimildir blaðsins að þeir hafi að sama skapi í hyggju að umbylta samskiptum Hvíta hússins við bandarísku þjóðina; minnka áhersluna á daglega blaðamannafundi, sem upplýsingafulltrúinn Sean Spicer verður eflaust þakklátur fyrir og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi. Kellyanne Conway og Stephen Bannon á leið til fundar í Hvíta húsinu.Vísir/GettyAð Trump muni heldur ferðast um Bandaríkin og flytja ræður fyrir fullu húsi, tala beint til alþýðunnar eins og reyndist honum svo vel í kosningabaráttunni. Vígamenn í hverju rúmiStephen K. Bannon, ráðgjafi Trumps og einn helsti forsprakki íhaldsmiðilsins Breitbart, fer fyrir uppsetningu stríðsherbergis forsetans og hefur fengið til liðs við sig marga af baráttuglaðari meðlimum kosningateymisins. Þeirra á meðal er David N. Bossie sem var einn af háttsettari kosningastjórum forsetans og vann sér það til fræðgar, og aðdáunar Trumps, að rannsaka Bill og Hillary Clinton í um tvo áratugi. Hlutverk stríðsherbergsins er að samræma viðbrögð starfsmanna Hvíta hússins og forsetans við hvers kyns málum sem kunna að koma upp. Donald Trump hefur, ekki síst á Twitter, átt það til að tala í algjörri mótsögn við fullyrðingar undirmanna sinna. Þá hefur Kellyanne Conway, ráðgjafi og óopinber talsmaður forsetans, átt fjölda funda með stuðningsmönnum Trump utan stjórnkerfisins og farið þess á leit að þeir sýni stuðning sinn meira í verki en þeir hafi gert til þessa. Láti t.a.m. meira fé af hendi rakna svo hægt sé að framleiða fleiri auglýsingar um afrek Trumps á forsetastóli.
Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00
Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30
Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46