Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 08:33 Donald Trump ræðir hér við Angelu Merkel á fundi G7-ríkjanna á Sikiley á dögunum. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu „stríðsherbergi“ (e. war room) eða samhæfingarstöð innan Hvíta hússins til þess að bregðast við auknum þrýstingi í tengslum við Rússlandsrannsóknina. Þetta hefur Washington Post eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum forsetans innan sem utan Hvíta hússins. Í kjölfar heimkomu Trump til Bandaríkjanna í gærkvöldi hyggst starfslið forsetans blása til sóknar eftir að hafa þurft að verjast sífellt fleiri fregnum af tengslum kosningateymis forsetans, til að mynda tengdasonar hans og eins helsta ráðgjafa, Jareds Kushner, við Rússland og meint afskipti Rússa af kosningnum vestanhafs.Sjá einnig: Neita að svara spurningum um mál Kushner Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu nýtt 9 daga utanlandsferð forsetans til að kanna hvernig hægt sé auka lífslíkur helstu baráttumála Trump á þinginu en fjármálaáætlun hans hefur mætt mikilli andstöðu úr báðum flokkum. Þá herma heimildir blaðsins að þeir hafi að sama skapi í hyggju að umbylta samskiptum Hvíta hússins við bandarísku þjóðina; minnka áhersluna á daglega blaðamannafundi, sem upplýsingafulltrúinn Sean Spicer verður eflaust þakklátur fyrir og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi. Kellyanne Conway og Stephen Bannon á leið til fundar í Hvíta húsinu.Vísir/GettyAð Trump muni heldur ferðast um Bandaríkin og flytja ræður fyrir fullu húsi, tala beint til alþýðunnar eins og reyndist honum svo vel í kosningabaráttunni. Vígamenn í hverju rúmiStephen K. Bannon, ráðgjafi Trumps og einn helsti forsprakki íhaldsmiðilsins Breitbart, fer fyrir uppsetningu stríðsherbergis forsetans og hefur fengið til liðs við sig marga af baráttuglaðari meðlimum kosningateymisins. Þeirra á meðal er David N. Bossie sem var einn af háttsettari kosningastjórum forsetans og vann sér það til fræðgar, og aðdáunar Trumps, að rannsaka Bill og Hillary Clinton í um tvo áratugi. Hlutverk stríðsherbergsins er að samræma viðbrögð starfsmanna Hvíta hússins og forsetans við hvers kyns málum sem kunna að koma upp. Donald Trump hefur, ekki síst á Twitter, átt það til að tala í algjörri mótsögn við fullyrðingar undirmanna sinna. Þá hefur Kellyanne Conway, ráðgjafi og óopinber talsmaður forsetans, átt fjölda funda með stuðningsmönnum Trump utan stjórnkerfisins og farið þess á leit að þeir sýni stuðning sinn meira í verki en þeir hafi gert til þessa. Láti t.a.m. meira fé af hendi rakna svo hægt sé að framleiða fleiri auglýsingar um afrek Trumps á forsetastóli. Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu „stríðsherbergi“ (e. war room) eða samhæfingarstöð innan Hvíta hússins til þess að bregðast við auknum þrýstingi í tengslum við Rússlandsrannsóknina. Þetta hefur Washington Post eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum forsetans innan sem utan Hvíta hússins. Í kjölfar heimkomu Trump til Bandaríkjanna í gærkvöldi hyggst starfslið forsetans blása til sóknar eftir að hafa þurft að verjast sífellt fleiri fregnum af tengslum kosningateymis forsetans, til að mynda tengdasonar hans og eins helsta ráðgjafa, Jareds Kushner, við Rússland og meint afskipti Rússa af kosningnum vestanhafs.Sjá einnig: Neita að svara spurningum um mál Kushner Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu nýtt 9 daga utanlandsferð forsetans til að kanna hvernig hægt sé auka lífslíkur helstu baráttumála Trump á þinginu en fjármálaáætlun hans hefur mætt mikilli andstöðu úr báðum flokkum. Þá herma heimildir blaðsins að þeir hafi að sama skapi í hyggju að umbylta samskiptum Hvíta hússins við bandarísku þjóðina; minnka áhersluna á daglega blaðamannafundi, sem upplýsingafulltrúinn Sean Spicer verður eflaust þakklátur fyrir og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi. Kellyanne Conway og Stephen Bannon á leið til fundar í Hvíta húsinu.Vísir/GettyAð Trump muni heldur ferðast um Bandaríkin og flytja ræður fyrir fullu húsi, tala beint til alþýðunnar eins og reyndist honum svo vel í kosningabaráttunni. Vígamenn í hverju rúmiStephen K. Bannon, ráðgjafi Trumps og einn helsti forsprakki íhaldsmiðilsins Breitbart, fer fyrir uppsetningu stríðsherbergis forsetans og hefur fengið til liðs við sig marga af baráttuglaðari meðlimum kosningateymisins. Þeirra á meðal er David N. Bossie sem var einn af háttsettari kosningastjórum forsetans og vann sér það til fræðgar, og aðdáunar Trumps, að rannsaka Bill og Hillary Clinton í um tvo áratugi. Hlutverk stríðsherbergsins er að samræma viðbrögð starfsmanna Hvíta hússins og forsetans við hvers kyns málum sem kunna að koma upp. Donald Trump hefur, ekki síst á Twitter, átt það til að tala í algjörri mótsögn við fullyrðingar undirmanna sinna. Þá hefur Kellyanne Conway, ráðgjafi og óopinber talsmaður forsetans, átt fjölda funda með stuðningsmönnum Trump utan stjórnkerfisins og farið þess á leit að þeir sýni stuðning sinn meira í verki en þeir hafi gert til þessa. Láti t.a.m. meira fé af hendi rakna svo hægt sé að framleiða fleiri auglýsingar um afrek Trumps á forsetastóli.
Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00
Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30
Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46