Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 08:33 Donald Trump ræðir hér við Angelu Merkel á fundi G7-ríkjanna á Sikiley á dögunum. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu „stríðsherbergi“ (e. war room) eða samhæfingarstöð innan Hvíta hússins til þess að bregðast við auknum þrýstingi í tengslum við Rússlandsrannsóknina. Þetta hefur Washington Post eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum forsetans innan sem utan Hvíta hússins. Í kjölfar heimkomu Trump til Bandaríkjanna í gærkvöldi hyggst starfslið forsetans blása til sóknar eftir að hafa þurft að verjast sífellt fleiri fregnum af tengslum kosningateymis forsetans, til að mynda tengdasonar hans og eins helsta ráðgjafa, Jareds Kushner, við Rússland og meint afskipti Rússa af kosningnum vestanhafs.Sjá einnig: Neita að svara spurningum um mál Kushner Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu nýtt 9 daga utanlandsferð forsetans til að kanna hvernig hægt sé auka lífslíkur helstu baráttumála Trump á þinginu en fjármálaáætlun hans hefur mætt mikilli andstöðu úr báðum flokkum. Þá herma heimildir blaðsins að þeir hafi að sama skapi í hyggju að umbylta samskiptum Hvíta hússins við bandarísku þjóðina; minnka áhersluna á daglega blaðamannafundi, sem upplýsingafulltrúinn Sean Spicer verður eflaust þakklátur fyrir og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi. Kellyanne Conway og Stephen Bannon á leið til fundar í Hvíta húsinu.Vísir/GettyAð Trump muni heldur ferðast um Bandaríkin og flytja ræður fyrir fullu húsi, tala beint til alþýðunnar eins og reyndist honum svo vel í kosningabaráttunni. Vígamenn í hverju rúmiStephen K. Bannon, ráðgjafi Trumps og einn helsti forsprakki íhaldsmiðilsins Breitbart, fer fyrir uppsetningu stríðsherbergis forsetans og hefur fengið til liðs við sig marga af baráttuglaðari meðlimum kosningateymisins. Þeirra á meðal er David N. Bossie sem var einn af háttsettari kosningastjórum forsetans og vann sér það til fræðgar, og aðdáunar Trumps, að rannsaka Bill og Hillary Clinton í um tvo áratugi. Hlutverk stríðsherbergsins er að samræma viðbrögð starfsmanna Hvíta hússins og forsetans við hvers kyns málum sem kunna að koma upp. Donald Trump hefur, ekki síst á Twitter, átt það til að tala í algjörri mótsögn við fullyrðingar undirmanna sinna. Þá hefur Kellyanne Conway, ráðgjafi og óopinber talsmaður forsetans, átt fjölda funda með stuðningsmönnum Trump utan stjórnkerfisins og farið þess á leit að þeir sýni stuðning sinn meira í verki en þeir hafi gert til þessa. Láti t.a.m. meira fé af hendi rakna svo hægt sé að framleiða fleiri auglýsingar um afrek Trumps á forsetastóli. Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu „stríðsherbergi“ (e. war room) eða samhæfingarstöð innan Hvíta hússins til þess að bregðast við auknum þrýstingi í tengslum við Rússlandsrannsóknina. Þetta hefur Washington Post eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum forsetans innan sem utan Hvíta hússins. Í kjölfar heimkomu Trump til Bandaríkjanna í gærkvöldi hyggst starfslið forsetans blása til sóknar eftir að hafa þurft að verjast sífellt fleiri fregnum af tengslum kosningateymis forsetans, til að mynda tengdasonar hans og eins helsta ráðgjafa, Jareds Kushner, við Rússland og meint afskipti Rússa af kosningnum vestanhafs.Sjá einnig: Neita að svara spurningum um mál Kushner Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu nýtt 9 daga utanlandsferð forsetans til að kanna hvernig hægt sé auka lífslíkur helstu baráttumála Trump á þinginu en fjármálaáætlun hans hefur mætt mikilli andstöðu úr báðum flokkum. Þá herma heimildir blaðsins að þeir hafi að sama skapi í hyggju að umbylta samskiptum Hvíta hússins við bandarísku þjóðina; minnka áhersluna á daglega blaðamannafundi, sem upplýsingafulltrúinn Sean Spicer verður eflaust þakklátur fyrir og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi. Kellyanne Conway og Stephen Bannon á leið til fundar í Hvíta húsinu.Vísir/GettyAð Trump muni heldur ferðast um Bandaríkin og flytja ræður fyrir fullu húsi, tala beint til alþýðunnar eins og reyndist honum svo vel í kosningabaráttunni. Vígamenn í hverju rúmiStephen K. Bannon, ráðgjafi Trumps og einn helsti forsprakki íhaldsmiðilsins Breitbart, fer fyrir uppsetningu stríðsherbergis forsetans og hefur fengið til liðs við sig marga af baráttuglaðari meðlimum kosningateymisins. Þeirra á meðal er David N. Bossie sem var einn af háttsettari kosningastjórum forsetans og vann sér það til fræðgar, og aðdáunar Trumps, að rannsaka Bill og Hillary Clinton í um tvo áratugi. Hlutverk stríðsherbergsins er að samræma viðbrögð starfsmanna Hvíta hússins og forsetans við hvers kyns málum sem kunna að koma upp. Donald Trump hefur, ekki síst á Twitter, átt það til að tala í algjörri mótsögn við fullyrðingar undirmanna sinna. Þá hefur Kellyanne Conway, ráðgjafi og óopinber talsmaður forsetans, átt fjölda funda með stuðningsmönnum Trump utan stjórnkerfisins og farið þess á leit að þeir sýni stuðning sinn meira í verki en þeir hafi gert til þessa. Láti t.a.m. meira fé af hendi rakna svo hægt sé að framleiða fleiri auglýsingar um afrek Trumps á forsetastóli.
Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00
Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30
Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46