Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 08:33 Donald Trump ræðir hér við Angelu Merkel á fundi G7-ríkjanna á Sikiley á dögunum. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu „stríðsherbergi“ (e. war room) eða samhæfingarstöð innan Hvíta hússins til þess að bregðast við auknum þrýstingi í tengslum við Rússlandsrannsóknina. Þetta hefur Washington Post eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum forsetans innan sem utan Hvíta hússins. Í kjölfar heimkomu Trump til Bandaríkjanna í gærkvöldi hyggst starfslið forsetans blása til sóknar eftir að hafa þurft að verjast sífellt fleiri fregnum af tengslum kosningateymis forsetans, til að mynda tengdasonar hans og eins helsta ráðgjafa, Jareds Kushner, við Rússland og meint afskipti Rússa af kosningnum vestanhafs.Sjá einnig: Neita að svara spurningum um mál Kushner Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu nýtt 9 daga utanlandsferð forsetans til að kanna hvernig hægt sé auka lífslíkur helstu baráttumála Trump á þinginu en fjármálaáætlun hans hefur mætt mikilli andstöðu úr báðum flokkum. Þá herma heimildir blaðsins að þeir hafi að sama skapi í hyggju að umbylta samskiptum Hvíta hússins við bandarísku þjóðina; minnka áhersluna á daglega blaðamannafundi, sem upplýsingafulltrúinn Sean Spicer verður eflaust þakklátur fyrir og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi. Kellyanne Conway og Stephen Bannon á leið til fundar í Hvíta húsinu.Vísir/GettyAð Trump muni heldur ferðast um Bandaríkin og flytja ræður fyrir fullu húsi, tala beint til alþýðunnar eins og reyndist honum svo vel í kosningabaráttunni. Vígamenn í hverju rúmiStephen K. Bannon, ráðgjafi Trumps og einn helsti forsprakki íhaldsmiðilsins Breitbart, fer fyrir uppsetningu stríðsherbergis forsetans og hefur fengið til liðs við sig marga af baráttuglaðari meðlimum kosningateymisins. Þeirra á meðal er David N. Bossie sem var einn af háttsettari kosningastjórum forsetans og vann sér það til fræðgar, og aðdáunar Trumps, að rannsaka Bill og Hillary Clinton í um tvo áratugi. Hlutverk stríðsherbergsins er að samræma viðbrögð starfsmanna Hvíta hússins og forsetans við hvers kyns málum sem kunna að koma upp. Donald Trump hefur, ekki síst á Twitter, átt það til að tala í algjörri mótsögn við fullyrðingar undirmanna sinna. Þá hefur Kellyanne Conway, ráðgjafi og óopinber talsmaður forsetans, átt fjölda funda með stuðningsmönnum Trump utan stjórnkerfisins og farið þess á leit að þeir sýni stuðning sinn meira í verki en þeir hafi gert til þessa. Láti t.a.m. meira fé af hendi rakna svo hægt sé að framleiða fleiri auglýsingar um afrek Trumps á forsetastóli. Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu „stríðsherbergi“ (e. war room) eða samhæfingarstöð innan Hvíta hússins til þess að bregðast við auknum þrýstingi í tengslum við Rússlandsrannsóknina. Þetta hefur Washington Post eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum forsetans innan sem utan Hvíta hússins. Í kjölfar heimkomu Trump til Bandaríkjanna í gærkvöldi hyggst starfslið forsetans blása til sóknar eftir að hafa þurft að verjast sífellt fleiri fregnum af tengslum kosningateymis forsetans, til að mynda tengdasonar hans og eins helsta ráðgjafa, Jareds Kushner, við Rússland og meint afskipti Rússa af kosningnum vestanhafs.Sjá einnig: Neita að svara spurningum um mál Kushner Þá hafa embættismenn í Hvíta húsinu nýtt 9 daga utanlandsferð forsetans til að kanna hvernig hægt sé auka lífslíkur helstu baráttumála Trump á þinginu en fjármálaáætlun hans hefur mætt mikilli andstöðu úr báðum flokkum. Þá herma heimildir blaðsins að þeir hafi að sama skapi í hyggju að umbylta samskiptum Hvíta hússins við bandarísku þjóðina; minnka áhersluna á daglega blaðamannafundi, sem upplýsingafulltrúinn Sean Spicer verður eflaust þakklátur fyrir og leggja meiri áherslu á það sem kalla mætti kosningafundi. Kellyanne Conway og Stephen Bannon á leið til fundar í Hvíta húsinu.Vísir/GettyAð Trump muni heldur ferðast um Bandaríkin og flytja ræður fyrir fullu húsi, tala beint til alþýðunnar eins og reyndist honum svo vel í kosningabaráttunni. Vígamenn í hverju rúmiStephen K. Bannon, ráðgjafi Trumps og einn helsti forsprakki íhaldsmiðilsins Breitbart, fer fyrir uppsetningu stríðsherbergis forsetans og hefur fengið til liðs við sig marga af baráttuglaðari meðlimum kosningateymisins. Þeirra á meðal er David N. Bossie sem var einn af háttsettari kosningastjórum forsetans og vann sér það til fræðgar, og aðdáunar Trumps, að rannsaka Bill og Hillary Clinton í um tvo áratugi. Hlutverk stríðsherbergsins er að samræma viðbrögð starfsmanna Hvíta hússins og forsetans við hvers kyns málum sem kunna að koma upp. Donald Trump hefur, ekki síst á Twitter, átt það til að tala í algjörri mótsögn við fullyrðingar undirmanna sinna. Þá hefur Kellyanne Conway, ráðgjafi og óopinber talsmaður forsetans, átt fjölda funda með stuðningsmönnum Trump utan stjórnkerfisins og farið þess á leit að þeir sýni stuðning sinn meira í verki en þeir hafi gert til þessa. Láti t.a.m. meira fé af hendi rakna svo hægt sé að framleiða fleiri auglýsingar um afrek Trumps á forsetastóli.
Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00
Neita að svara spurningum um mál Kushner Ráðgjafar í ríkisstjórn Donald Trump vilja ekki svara spurningum um mál Jared Kushner í fjölmiðlum. 27. maí 2017 23:30
Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46