Helgi Hrafn ætlar í framboð fyrir Pírata Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2017 12:08 Mikil ánægja er með ákvörðun Helga Hrafns í pírataspjallinu á Facebook. Vísir/GVA Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun. „Ég er í fáránlegri forréttindastöðu. Ekki bara hef ég prófað að fara í framboð, og fyrir röð samverkandi, ólíklegra atburða, náð kjöri, heldur einnig prófað að vera fyrrverandi þingmaður að eigin frumkvæði. Það var ein mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið og ég sé ekki eftir henni í eina sekúndu; hún var rétt og gaf mér tækifæri til að sjá þetta allt saman í nýju og betra ljósi,“ sagði Helgi Hrafn við Pírata.Helgi Hrafn sat á Alþingi sem þingmaður Pírata frá árinu 2013 til 2016. Þá gegndi hann stöðu þingflokksformanns árin 2014 og 2015. Í júlí í fyrra tilkynnti hann hug sinn að stíga til hliðar til að einbeita sér að grasrótarstarfi í flokknum. Helgi tilkynnti um þá ákvörðun sína í myndbandi sem sjá má hér að neðan. „Það sem mér finnst fallegast að sjá við Pírata er þegar nýtt fólk kemur inn í starfið og slær í gegn. Við erum ekki lengur háð fólki eins og mér, eða þeim sem náðu kjöri fyrst, jafnvel þótt við getum hjálpað. Ég hef fylgst með nýja þingfólkinu okkar og æpi og klappa eins og vitleysingur fyrir framan Alþingisvefinn við hverja ræðuna á fætur annarri, fólki hvers tilvist ég vissi ekki af fyrr en það var allt í einu komið í lykilstöður fyrir flokkinn og strax farið að standa sig betur en maður þorði að ímynda sér. Það er ekkert í okkar starfi sem hefur glatt mig meira en að sjá nýja fólkið okkar að verki.“ Nú er ég að svara kalli þeirra sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram í þetta skiptið, en mig langar samt að minna okkur öll á, að velgengni okkar stendur og fellur með möguleikum nýs fólks. Ég vil þakka ykkur öllum sem tekið þátt í þessu á einum eða öðrum tímapunkti og hlakka til að eyða allri þessari orku og öllum þessum tíma í allan þennan góða málstað.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun. „Ég er í fáránlegri forréttindastöðu. Ekki bara hef ég prófað að fara í framboð, og fyrir röð samverkandi, ólíklegra atburða, náð kjöri, heldur einnig prófað að vera fyrrverandi þingmaður að eigin frumkvæði. Það var ein mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið og ég sé ekki eftir henni í eina sekúndu; hún var rétt og gaf mér tækifæri til að sjá þetta allt saman í nýju og betra ljósi,“ sagði Helgi Hrafn við Pírata.Helgi Hrafn sat á Alþingi sem þingmaður Pírata frá árinu 2013 til 2016. Þá gegndi hann stöðu þingflokksformanns árin 2014 og 2015. Í júlí í fyrra tilkynnti hann hug sinn að stíga til hliðar til að einbeita sér að grasrótarstarfi í flokknum. Helgi tilkynnti um þá ákvörðun sína í myndbandi sem sjá má hér að neðan. „Það sem mér finnst fallegast að sjá við Pírata er þegar nýtt fólk kemur inn í starfið og slær í gegn. Við erum ekki lengur háð fólki eins og mér, eða þeim sem náðu kjöri fyrst, jafnvel þótt við getum hjálpað. Ég hef fylgst með nýja þingfólkinu okkar og æpi og klappa eins og vitleysingur fyrir framan Alþingisvefinn við hverja ræðuna á fætur annarri, fólki hvers tilvist ég vissi ekki af fyrr en það var allt í einu komið í lykilstöður fyrir flokkinn og strax farið að standa sig betur en maður þorði að ímynda sér. Það er ekkert í okkar starfi sem hefur glatt mig meira en að sjá nýja fólkið okkar að verki.“ Nú er ég að svara kalli þeirra sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram í þetta skiptið, en mig langar samt að minna okkur öll á, að velgengni okkar stendur og fellur með möguleikum nýs fólks. Ég vil þakka ykkur öllum sem tekið þátt í þessu á einum eða öðrum tímapunkti og hlakka til að eyða allri þessari orku og öllum þessum tíma í allan þennan góða málstað.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira