Merkel segist ekki geta treyst Bandaríkjunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2017 08:00 Merkel skolaði ummælunum niður með einum hrímuðum. Vísir/Epa Að mati Angelu Merkel getur Evrópa ekki lengur treyst bandamönnum sínum algjörlega. Kanslarinn lét hafa þetta eftir sér í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku. Í ræðu sinni, sem fram fór á bjórhátíð í München, beindi Merkel orðum sínum ekki beint að Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. Hins vegar fór ekki mjög á milli mála hvert orðin áttu að rata. Trump fór mikinn í síðustu viku en þá setti hann meðal annars út á þátttökuþjóðir í NATO samstarfinu og setti spurningarmerki við hvort Bandaríkin taki þátt í Parísarsamkomulaginu. Endanlegrar niðurstöðu um það er að vænta í vikunni. Það fór í taugarnar á fulltrúum Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Japans að þurfa að ræða mál á G7 fundinum sem þeir töldu lokið fyrir löngu. Stefnubreytingarnar sem fylgdu nýjum forseta vestanhafs höfðu það hins vegar í för með sér. „Ég fann þetta á eigin skinni í liðinni viku. Það er sökum þess sem ég segi að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur,“ sagði Merkel. Það yrði þó að vera gert í samstarfi við nágrannaþjóðir utan ESB á borð við Bandaríkin, Bretland og Rússland. Fyrstu ferð Trump sem forseta lauk á laugardag og sneri hann þá aftur í Hvíta húsið. Heima fyrir hafði vandamálum hans fjölgað og voru þau þó mörg áður en hann lagði af stað í níu daga ferð sína. Meðal þeirra sem höfðu bæst í hópinn má nefna að tengdasonur hans, Jared Kushner, er einn þeirra sem er undir smásjá FBI vegna mögulegra tengsla kosningamaskínu Trump við Rússa. „Það er skoðun mín að stór hluti hinna meintu leka úr Hvíta húsinu séu skáldaðar fréttir af fölskum fréttamiðlum,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. „Í hvert sinn sem miðlar „hafa eitthvað eftir heimildamönnum“ í stað þess að nefna nöfn þá er líklegt að heimildamaðurinn sé skáldaður af fréttamanninum.“ Þrátt fyrir þá skoðun forsetans er ljóst að vandamálin heimafyrir eru að riðla dagskrá hans. Ferð hans til Iowa var slegið á frest á meðan teymi hans ræður ráðum sínum. Á dagskránni er meðal annars að endurskipulegga laga- og fjölmiðlateymi forsetans. Donald Trump Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Að mati Angelu Merkel getur Evrópa ekki lengur treyst bandamönnum sínum algjörlega. Kanslarinn lét hafa þetta eftir sér í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku. Í ræðu sinni, sem fram fór á bjórhátíð í München, beindi Merkel orðum sínum ekki beint að Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. Hins vegar fór ekki mjög á milli mála hvert orðin áttu að rata. Trump fór mikinn í síðustu viku en þá setti hann meðal annars út á þátttökuþjóðir í NATO samstarfinu og setti spurningarmerki við hvort Bandaríkin taki þátt í Parísarsamkomulaginu. Endanlegrar niðurstöðu um það er að vænta í vikunni. Það fór í taugarnar á fulltrúum Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Japans að þurfa að ræða mál á G7 fundinum sem þeir töldu lokið fyrir löngu. Stefnubreytingarnar sem fylgdu nýjum forseta vestanhafs höfðu það hins vegar í för með sér. „Ég fann þetta á eigin skinni í liðinni viku. Það er sökum þess sem ég segi að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur,“ sagði Merkel. Það yrði þó að vera gert í samstarfi við nágrannaþjóðir utan ESB á borð við Bandaríkin, Bretland og Rússland. Fyrstu ferð Trump sem forseta lauk á laugardag og sneri hann þá aftur í Hvíta húsið. Heima fyrir hafði vandamálum hans fjölgað og voru þau þó mörg áður en hann lagði af stað í níu daga ferð sína. Meðal þeirra sem höfðu bæst í hópinn má nefna að tengdasonur hans, Jared Kushner, er einn þeirra sem er undir smásjá FBI vegna mögulegra tengsla kosningamaskínu Trump við Rússa. „Það er skoðun mín að stór hluti hinna meintu leka úr Hvíta húsinu séu skáldaðar fréttir af fölskum fréttamiðlum,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. „Í hvert sinn sem miðlar „hafa eitthvað eftir heimildamönnum“ í stað þess að nefna nöfn þá er líklegt að heimildamaðurinn sé skáldaður af fréttamanninum.“ Þrátt fyrir þá skoðun forsetans er ljóst að vandamálin heimafyrir eru að riðla dagskrá hans. Ferð hans til Iowa var slegið á frest á meðan teymi hans ræður ráðum sínum. Á dagskránni er meðal annars að endurskipulegga laga- og fjölmiðlateymi forsetans.
Donald Trump Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira