Fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Katalóníu í þarsíðustu viku eru nú orðin sextán eftir að 51 árs gömul þýsk kona lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Hryðjuverkamaður ók sendibíl á vegfarendur á göngugötunni Römblunni í miðborg Barcelona 17. ágúst og félagi hans ók niður fólk í bænum Cambrils.
Hálf milljón manna kom saman í borginni í gær til að mótmæla hryðjuverkum íslamskra öfgamanna.
Sella tólf hryðjuverkamanna er talin bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Átta þeirra eru látnir en fjórir voru handteknir og leiddir fyrir dómara í síðustu viku.
Þýsk kona lést af sárum sínum eftir hryðjuverkið í Barcelona

Tengdar fréttir

Grunaðir hryðjuverkamenn í Barcelona leiddir fyrir dómara
Fjórum mönnum sem eru taldir hafa lagt á ráðin um hryðjuverkin í Katalóníu verða kynntar ákærur í dag. Átta aðrir eru látnir.

Íbúar Barcelona sögðust ekki óttast hryðjuverk
„Ég er ekki hræddur,“ var slagorð göngu gegn hryðjuverkum í Barcelona í gær sem hálf milljón manna tók þátt í.

Ætluðu að sprengja við kirkjuna La Sagrada Familia
Fjórir menn grunaðir um hryðjuverkin í Barcelona og nágrenni báru vitni í dag.