Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2017 23:30 Vladimir Putin og Donald Trump á formlegum fundi sínum á ráðstefnu G20-ríkja. Vísir/AFP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hitti rússneska kollega sinn, Vladimir Pútín, tvisvar á ráðstefnu G20-ríkja í Hamborg í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Seinni fundurinn var haldinn við kvöldverðarboð fyrir þjóðarleiðtoga, nokkrum klukkutímum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki gefið upp hvað var rætt á seinni fundinum, aðeins að hann hafi átt sér stað, og engin opinber gögn eru til um það sem forsetunum fór á milli. Í frétt New York Times segir að aðrir þjóðarleiðtogar, sem urðu vitni að samtalinu, hafi sérstaklega gert athugasemdir við hegðun Bandaríkjaforseta. Einkennilegt þykir að hann láti svo mikið bera á samræðum við rússneskan kollega sinn.Trump mætti einn og Pútín í fylgd túlks Fyrri fundur forsetanna einkenndist af umræðum um meint afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna. Pútín neitaði öllum ásökunum og talið barst að því búnu að vopnahléi í Sýrlandi. Í frétt Washington Post segir að um miðbik kvöldverðarins hafi Trump staðið upp úr sæti sínu og sest í stól við hlið Pútíns. Bandaríkjaforseti mætti einn á þennan óformlega fund og þá var Pútín sjálfur aðeins í fylgd opinbers túlks. Fundurinn er sagður hafa staðið yfir í um eina klukkustund. Þá vekja þessar einkasamræður forsetanna einnig upp spurningar um eðli sambands þeirra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Framganga Donalds Trump á fyrsta fundi hans og Pútín í Hamborg sætti mikilli gagnrýni fyrr í þessum mánuði. Trump sagðist í tísti sínu um formlega fundinn að hann og Pútín hefðu rætt að koma á fót öflugri, sameiginlegri netöryggissveit ríkjanna. Tengdar fréttir Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00 Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hitti rússneska kollega sinn, Vladimir Pútín, tvisvar á ráðstefnu G20-ríkja í Hamborg í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Seinni fundurinn var haldinn við kvöldverðarboð fyrir þjóðarleiðtoga, nokkrum klukkutímum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki gefið upp hvað var rætt á seinni fundinum, aðeins að hann hafi átt sér stað, og engin opinber gögn eru til um það sem forsetunum fór á milli. Í frétt New York Times segir að aðrir þjóðarleiðtogar, sem urðu vitni að samtalinu, hafi sérstaklega gert athugasemdir við hegðun Bandaríkjaforseta. Einkennilegt þykir að hann láti svo mikið bera á samræðum við rússneskan kollega sinn.Trump mætti einn og Pútín í fylgd túlks Fyrri fundur forsetanna einkenndist af umræðum um meint afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna. Pútín neitaði öllum ásökunum og talið barst að því búnu að vopnahléi í Sýrlandi. Í frétt Washington Post segir að um miðbik kvöldverðarins hafi Trump staðið upp úr sæti sínu og sest í stól við hlið Pútíns. Bandaríkjaforseti mætti einn á þennan óformlega fund og þá var Pútín sjálfur aðeins í fylgd opinbers túlks. Fundurinn er sagður hafa staðið yfir í um eina klukkustund. Þá vekja þessar einkasamræður forsetanna einnig upp spurningar um eðli sambands þeirra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Framganga Donalds Trump á fyrsta fundi hans og Pútín í Hamborg sætti mikilli gagnrýni fyrr í þessum mánuði. Trump sagðist í tísti sínu um formlega fundinn að hann og Pútín hefðu rætt að koma á fót öflugri, sameiginlegri netöryggissveit ríkjanna.
Tengdar fréttir Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00 Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00
Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51
Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34