41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:48 Mótmælendur komu saman í höfuðborg Venesúela, Caracas, vegna kosninganna í gær. Vísir/AFP Yfirvöld í Venesúela hafa tilkynnt um 41,5 prósent kjörsókn í umdeildum kosningum sem haldnar voru í gær. Kosið var um nýtt stjórnlagaþing en stjórnarandstaðan dregur yfirlýstar tölur um kjörsókn í efa. Stjórnarandstaðan í Venesúela sagði að 88 prósent kjósenda hefðu setið heima í kosningunum. Þá neitar andstaðan að taka kosningarnar gildar og hefur kallað eftir frekari mótmælum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. Forseti Venesúela, Nicolás Meduro, fagnaði þó kosningunum og sagði þær „stærsta atkvæði til uppreisnarinnar frá upphafi.“ Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins í maí síðastliðnum, sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verður stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið var um þessar breytingar í gær og þær samþykktar. Mótmælahrinan í Venesúela hefur að mestu beinst að forsetanum, Maduro, en mótmælendur hafa krafist þess að hann fari frá völdum. Þá hefur stjórnarskrárbreytingunni einnig verið mótmælt harðlega eftir að tilkynnt var um hana í maí.Leiðtogi stjórnarandstöðunar sagði „fjöldamorð“ hafa vera framið í gær Stjórnarandstaðan hefur nú boðað til allsherjarmótmæla í höfuðborg Venesúela, Caracas, á miðvikudag en þá mun nýtt stjórnlagaþing koma saman í fyrsta skipti. „Við viðurkennum ekki þetta sviksamlega ferli,“ sagði leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Henrique Capriles, eftir að tilkynnt var um úrslit kosninganna. Þá skilgreindi hann dauðsföll í mótmælum gærdagsins sem „fjöldamorð.“ Tíu létust í mótmælum í gær en þar af voru að minnsta kosti þrír skotnir til bana í Táchira-ríki í vesturhluta landsins, tveir unglingar og hermaður. Þá var ritari ungliðahreyfingar stjórnarandstöðuflokksins Acción Democrátia, einnig skotinn til bana í bænum Cumán og maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Bolívar-ríki. Alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt ástandið í Venesúela harðlega síðustu mánuði. Bandarísk yfirvöld sögðust í gær vera að íhuga að koma á frekari viðskiptabönnum í landinu. Um hundrað manns hafa látið lífið og þúsundir særst í átökum milli mótmælenda og öryggissveita í Venesúela síðan í apríl. Tengdar fréttir Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54 Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45 Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19 Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23 Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Yfirvöld í Venesúela hafa tilkynnt um 41,5 prósent kjörsókn í umdeildum kosningum sem haldnar voru í gær. Kosið var um nýtt stjórnlagaþing en stjórnarandstaðan dregur yfirlýstar tölur um kjörsókn í efa. Stjórnarandstaðan í Venesúela sagði að 88 prósent kjósenda hefðu setið heima í kosningunum. Þá neitar andstaðan að taka kosningarnar gildar og hefur kallað eftir frekari mótmælum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. Forseti Venesúela, Nicolás Meduro, fagnaði þó kosningunum og sagði þær „stærsta atkvæði til uppreisnarinnar frá upphafi.“ Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins í maí síðastliðnum, sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verður stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið var um þessar breytingar í gær og þær samþykktar. Mótmælahrinan í Venesúela hefur að mestu beinst að forsetanum, Maduro, en mótmælendur hafa krafist þess að hann fari frá völdum. Þá hefur stjórnarskrárbreytingunni einnig verið mótmælt harðlega eftir að tilkynnt var um hana í maí.Leiðtogi stjórnarandstöðunar sagði „fjöldamorð“ hafa vera framið í gær Stjórnarandstaðan hefur nú boðað til allsherjarmótmæla í höfuðborg Venesúela, Caracas, á miðvikudag en þá mun nýtt stjórnlagaþing koma saman í fyrsta skipti. „Við viðurkennum ekki þetta sviksamlega ferli,“ sagði leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Henrique Capriles, eftir að tilkynnt var um úrslit kosninganna. Þá skilgreindi hann dauðsföll í mótmælum gærdagsins sem „fjöldamorð.“ Tíu létust í mótmælum í gær en þar af voru að minnsta kosti þrír skotnir til bana í Táchira-ríki í vesturhluta landsins, tveir unglingar og hermaður. Þá var ritari ungliðahreyfingar stjórnarandstöðuflokksins Acción Democrátia, einnig skotinn til bana í bænum Cumán og maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Bolívar-ríki. Alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt ástandið í Venesúela harðlega síðustu mánuði. Bandarísk yfirvöld sögðust í gær vera að íhuga að koma á frekari viðskiptabönnum í landinu. Um hundrað manns hafa látið lífið og þúsundir særst í átökum milli mótmælenda og öryggissveita í Venesúela síðan í apríl.
Tengdar fréttir Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54 Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45 Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19 Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23 Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54
Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45
Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19
Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23
Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“