Borgarstjóri sem Duterte sakaði um ólögleg fíkniefnaviðskipti skotinn til bana Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 06:53 Fjölmargir hafa látið lífið í blóðugri herferð Duterte gegn fíkniefnum. Vísir/AFP Filippseyskur borgarstjóri, sem forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hafði sakað um tengsl við ólögleg fíkniefnaviðskipti, var skotinn til bana í áhlaupi lögreglu á heimili hans í gær. Í frétt New York Times segir að Reynaldo Parojinog, borgarstjóri borgarinnar, Ozamiz á Filippseyjum, hafi verið drepinn á heimili sínu á sunnudagsmorguninn er skotbardagi braust út á milli lögreglu og öryggisvarða borgarstjórans. Kona hans, Susan Parojinog, lést einnig í áhlaupinu auk fimm annarra viðstaddra. Lögregluþjónar höfðu komið á staðinn til að handtaka Parojinog, konu hans og þrjá fjölskyldumeðlimi til viðbótar. Þá voru fimm manns skotnir til bana í öðru áhlaupi lögreglu á hús sem var í eigu fjölskyldu Parojinog.Liður í blóðugum aðgerðum gegn verslun með fíkniefni á Filippseyjum Nova Princess Parojinog-Echavez, dóttir Parojinog og varaborgarstjóri Ozamiz, var á meðal fjölmargra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í gær. Í tilkynningu frá lögreglu á Filippseyjum segir að lögreglumenn hafi gert upptæk skotvopn, nokkur seðlabúnt og eitthvert magn af metamfetamíni á heimili Parojinog í gær. Einn lögreglumaður særðist í átökunum en hann er ekki sagður í lífshættu. Duterte sakaði borgarstjórann og dóttur hans, varaborgarstjórann, um að vera viðriðin ólögleg fíkniefnaviðskipti í ræðu sem sjónvarpað var í ágúst á síðasta ári. Feðginin voru á meðal fjölmargra embættismanna sem Duterte hefur sakað um fíkniefnatengd brot. Þau þvertóku bæði fyrir ásakanir forsetans. Parojinog er þriðji filippseyski borgarstjórinn sem drepinn er í átaki yfirvalda gegn fíkniefnaviðskiptum í landinu. Gríðarlegur fjöldi meintra fíkniefnasala og –neytenda hefur látið lífið í aðgerðunum, fyrirskipuðum af Duterte, síðan hann var kjörinn forseti í fyrra. Tengdar fréttir Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 „Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37 Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26 Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Filippseyskur borgarstjóri, sem forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hafði sakað um tengsl við ólögleg fíkniefnaviðskipti, var skotinn til bana í áhlaupi lögreglu á heimili hans í gær. Í frétt New York Times segir að Reynaldo Parojinog, borgarstjóri borgarinnar, Ozamiz á Filippseyjum, hafi verið drepinn á heimili sínu á sunnudagsmorguninn er skotbardagi braust út á milli lögreglu og öryggisvarða borgarstjórans. Kona hans, Susan Parojinog, lést einnig í áhlaupinu auk fimm annarra viðstaddra. Lögregluþjónar höfðu komið á staðinn til að handtaka Parojinog, konu hans og þrjá fjölskyldumeðlimi til viðbótar. Þá voru fimm manns skotnir til bana í öðru áhlaupi lögreglu á hús sem var í eigu fjölskyldu Parojinog.Liður í blóðugum aðgerðum gegn verslun með fíkniefni á Filippseyjum Nova Princess Parojinog-Echavez, dóttir Parojinog og varaborgarstjóri Ozamiz, var á meðal fjölmargra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í gær. Í tilkynningu frá lögreglu á Filippseyjum segir að lögreglumenn hafi gert upptæk skotvopn, nokkur seðlabúnt og eitthvert magn af metamfetamíni á heimili Parojinog í gær. Einn lögreglumaður særðist í átökunum en hann er ekki sagður í lífshættu. Duterte sakaði borgarstjórann og dóttur hans, varaborgarstjórann, um að vera viðriðin ólögleg fíkniefnaviðskipti í ræðu sem sjónvarpað var í ágúst á síðasta ári. Feðginin voru á meðal fjölmargra embættismanna sem Duterte hefur sakað um fíkniefnatengd brot. Þau þvertóku bæði fyrir ásakanir forsetans. Parojinog er þriðji filippseyski borgarstjórinn sem drepinn er í átaki yfirvalda gegn fíkniefnaviðskiptum í landinu. Gríðarlegur fjöldi meintra fíkniefnasala og –neytenda hefur látið lífið í aðgerðunum, fyrirskipuðum af Duterte, síðan hann var kjörinn forseti í fyrra.
Tengdar fréttir Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29 „Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37 Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26 Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11 Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Duterte myndi glaður „slátra“ 50 þúsund manns til viðbótar Hinn umdeildi forseti Filippseyja hefur hótað því að afhöfða alla þá sem gagnrýna baráttu hans gegn fíkniefnasölum í landinu. 18. maí 2017 12:29
„Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur Forseti Filippseyja heitir því að halda stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. 24. júlí 2017 20:37
Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum. 29. júní 2017 16:26
Duterte ræðir erfið samskipti sín við „drullusokkinn“ son sinn Forseti Filippseyja smánaði 29 ára son sinn í ræðu í síðustu viku þar sem forsetinn sagði son sinn ekki hafa skilað sér heim í síðustu viku. 7. febrúar 2017 12:11
Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. 31. janúar 2017 07:00