Swansea komst í 2-0 forystu í leiknum en heimamenn jöfnuðu, áður en Gylfi skoraði sigurmark leiksins. Liverpool endaði daginn í þriðja sæti deildarinnar en Swansea lyfti sér úr fallsæti og er nú í sautjánda sætinu.
Manchester City og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli sem fleytti síðarnefnda liðinu upp fyrir Liverpool, í annað sætið. Stoke og Manchester United gerðu sömuleiðis jafntefli, en í leiknum náði Wayne Rooney að bæta markamet Manchester United.
Sjáðu samantektir úr öllum leikjum gærkvöldsins hér fyrir neðan.