Kosningarnar gætu orðið sögulegar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2017 14:45 Emmanuel Macron forseti Frakklands hitti kjósendur fyrir utan kjörstað í París í dag. Vísir/afp Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis. Aðeins er rúmur mánuður síðan Emmanuel Macron var kjörinn forseti landsins, og bendir allt til þess að flokkur hans sem var stofnaður fyrir ári síðan, La Republique en Marche, fari með kosningasigur. Flokkurinn hefur nú engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu og einhverjar kannanir benda til þess að flokkur Macrons fái allt að 400 sæti. Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Nú stefnir því í sögulegar þingkosningar enda hafa stóru flokkarnir verið við völd síðustu áratugi.Endurræsing á hinu franska frjálslyndiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt benda til nýrra strauma í stjórnmálum í Frakklandi. „Þetta er einhvers konar endurræsing á hinu franska frjálslyndi ef svo má segja. Við höfum séð þróun í frönsku stjórnmálum þar sem þjóðernispopúlistar hafa verið á mikilli siglingu og það má segja að Macron og hans hreyfing sé einhvers konar mótbylgja gegn þeirri þróun.“ Þá bendir hann á að almenningur sé einnig að gefa pólitísku elítunni gula spjaldið með því að leita á önnur mið. Kosningakerfi Frakklands er einstakt og er milli þess að vera þingræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. „Forsetinn sem slíkur hefur ekki svo mikil völd í sjálfu sér. Völd hans felast í því að hafa líka meirihluta á þingi,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að ef hreyfing Macron fær ekki meirihluta í þingkosningunum muni hann eiga mun erfiðara með að ná málum í gegn. Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku. Tengdar fréttir Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis. Aðeins er rúmur mánuður síðan Emmanuel Macron var kjörinn forseti landsins, og bendir allt til þess að flokkur hans sem var stofnaður fyrir ári síðan, La Republique en Marche, fari með kosningasigur. Flokkurinn hefur nú engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu og einhverjar kannanir benda til þess að flokkur Macrons fái allt að 400 sæti. Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Nú stefnir því í sögulegar þingkosningar enda hafa stóru flokkarnir verið við völd síðustu áratugi.Endurræsing á hinu franska frjálslyndiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt benda til nýrra strauma í stjórnmálum í Frakklandi. „Þetta er einhvers konar endurræsing á hinu franska frjálslyndi ef svo má segja. Við höfum séð þróun í frönsku stjórnmálum þar sem þjóðernispopúlistar hafa verið á mikilli siglingu og það má segja að Macron og hans hreyfing sé einhvers konar mótbylgja gegn þeirri þróun.“ Þá bendir hann á að almenningur sé einnig að gefa pólitísku elítunni gula spjaldið með því að leita á önnur mið. Kosningakerfi Frakklands er einstakt og er milli þess að vera þingræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. „Forsetinn sem slíkur hefur ekki svo mikil völd í sjálfu sér. Völd hans felast í því að hafa líka meirihluta á þingi,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að ef hreyfing Macron fær ekki meirihluta í þingkosningunum muni hann eiga mun erfiðara með að ná málum í gegn. Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku.
Tengdar fréttir Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21