Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2017 04:00 Þjórsárver sunnan Hofsjökuls hafa lengi verið þrætuepli vegna hugmynda um Norðlingaölduveitu. Vísir/Vilhelm Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.Tillaga að mörkum og friðlýsingarskilmálum stækkaðs friðlands Þjórsárvera var auglýst til kynningar í upphafi júlímánaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 3. október síðastliðinn. Um var að ræða skilmála og afmörkun sem komist var að samkomulagi um við sveitarfélög á svæðinu vorið 2013. Í júní sama ár stóð til að þáverandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, undirritaði auglýsinguna en hann hætti við eftir að bréf barst frá forstjóra Landsvirkjunar um að farið yrði með málið fyrir dómstóla yrði af undirrituninni. „Þetta er barátta sem staðið hefur yfir í 45 ár. Þetta byrjaði í Gnúpverjahreppi árið 1972 með fundi sem faðir minn og Birgir Sigurðsson stóðu fyrir,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvera. „Síðasta uppþotið var árið 2001 þegar keyra átti Norðlingaölduveitu í gegn. Þetta hefur verið hark á köflum, sérstaklega fyrstu árin. Við þurftum að kæra hitt og þetta og gera alls kyns kúnstir,“ segir Sigþrúður. „Þetta hefur verið baráttumál í áratugi og er löngu, löngu, löngu tímabært enda er svæðið eitt af krúnudjásnum Íslands,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar. „Allt hið einstaka við hálendi Íslands er þarna samankomið. Undirritunin er vonandi lokapunkturinn í að vernda svæðið algjörlega og losna við allar virkjanahugmyndir.“ Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Núverandi friðland er tæpir 358 ferkílómetrar. Friðlandið mun því rúmlega fjórfaldast að flatarmáli. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðlýsing Þjórsárvera lögð í salt Umhverfisráðherra hefur frestað stækkun friðlands í Þjórsárverum. Landsvirkjun sendi yfirvöldum skorinort bréf og áskildi sér rétt til málsóknar ef skrifað yrði undir friðlýsingarskilmála. Forstjóri Umhverfisstofnunar játar því að þungar ásakanir felist í bréfi Landsvirkjunar. 22. júní 2013 07:00 Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. 21. júní 2013 20:31 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.Tillaga að mörkum og friðlýsingarskilmálum stækkaðs friðlands Þjórsárvera var auglýst til kynningar í upphafi júlímánaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 3. október síðastliðinn. Um var að ræða skilmála og afmörkun sem komist var að samkomulagi um við sveitarfélög á svæðinu vorið 2013. Í júní sama ár stóð til að þáverandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, undirritaði auglýsinguna en hann hætti við eftir að bréf barst frá forstjóra Landsvirkjunar um að farið yrði með málið fyrir dómstóla yrði af undirrituninni. „Þetta er barátta sem staðið hefur yfir í 45 ár. Þetta byrjaði í Gnúpverjahreppi árið 1972 með fundi sem faðir minn og Birgir Sigurðsson stóðu fyrir,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvera. „Síðasta uppþotið var árið 2001 þegar keyra átti Norðlingaölduveitu í gegn. Þetta hefur verið hark á köflum, sérstaklega fyrstu árin. Við þurftum að kæra hitt og þetta og gera alls kyns kúnstir,“ segir Sigþrúður. „Þetta hefur verið baráttumál í áratugi og er löngu, löngu, löngu tímabært enda er svæðið eitt af krúnudjásnum Íslands,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar. „Allt hið einstaka við hálendi Íslands er þarna samankomið. Undirritunin er vonandi lokapunkturinn í að vernda svæðið algjörlega og losna við allar virkjanahugmyndir.“ Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Núverandi friðland er tæpir 358 ferkílómetrar. Friðlandið mun því rúmlega fjórfaldast að flatarmáli.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðlýsing Þjórsárvera lögð í salt Umhverfisráðherra hefur frestað stækkun friðlands í Þjórsárverum. Landsvirkjun sendi yfirvöldum skorinort bréf og áskildi sér rétt til málsóknar ef skrifað yrði undir friðlýsingarskilmála. Forstjóri Umhverfisstofnunar játar því að þungar ásakanir felist í bréfi Landsvirkjunar. 22. júní 2013 07:00 Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. 21. júní 2013 20:31 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Friðlýsing Þjórsárvera lögð í salt Umhverfisráðherra hefur frestað stækkun friðlands í Þjórsárverum. Landsvirkjun sendi yfirvöldum skorinort bréf og áskildi sér rétt til málsóknar ef skrifað yrði undir friðlýsingarskilmála. Forstjóri Umhverfisstofnunar játar því að þungar ásakanir felist í bréfi Landsvirkjunar. 22. júní 2013 07:00
Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. 21. júní 2013 20:31