Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Karen Kjartansdóttir skrifar 21. júní 2013 20:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. Í dag stóð til að undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum færi fram við hátíðlega afhöfn í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og eru þau víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Nú nær friðlandið yfir um það bil 375 ferkílómetra en með stækkun friðlandsins myndi það ná yfir 1560 ferkílómetra. Sú stækkun hefði þar fyrir utan slegið virkjanahugmyndir á borð við Norðlingaölduveitu út af borðinu. En á síðustu stundu breyttust allar áætlanir. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra frestaði friðlýsingunni vegna athugasemda sem ráðuneytinu bárust frá Landsvirkjun í gær. Í þeim segir að Landsvirkjun hafi ekki fengið upplýsingar um um meðferð athugasemda sinna og að fyrirtæki teldi málsmeðferðina ólögmæta þar sem ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækið sem þó sé mjög stór hagsmunaaðili að málinu. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hæddi Sigurð Inga, núverandi umhverfisráðherra, úr ræðustól Alþingis í dag fyrir ákvörðunin og sagði hann hlýða Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra hafnar því. „Fyrrverandi umhverfisráðherra var nú einu sinni dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisverk sín og ég hef engan áhuga á því og vildi þess vegna skoða málið betur og Umhverfisstofnun sem fer með málaflokkinn ákvað að fresta undirrituninni," segir Sigurður. Náttúruverndarsamtök Íslands, gagnrýna hve athugasemdir Landsvirkjunar hafi borist seint. Sigurður Ingi segir það hafa verið óheppilegt en betra sé að bregðast við þeim með þessum hætti heldur en að halda áfram að óathuguðu máli. Í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands sem sendar voru fjölmiðlum í dag er því einnig hafnað að Landsvirkjun sé stór hagsmunaaðili að málinu. fyrirtækið hafi enga hagsmuni að Þjóðrsárverum umfram aðra. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því og segir fyrirtækið gæta hagsmuna eiganda sinna og þeir séu íslenska þjóðin. Fyrirtækið styðji friðlýsingu en sú friðlýsing sem undirrita átti í dag myndi útloka hagkvæman og umhverfisvænan virkjanakost, það er að segja Norðlingaölduveitu. „Það er mikilvægt að þegar Þjórsárver eru vernduð, sem allir eru sammála um að eigi að gera, að þá þýði það ekki að allir kostir í efri hluta Þjórsá séu verndaðir á sama tíma heldur er það sérstök ákvörðun sem þarf að taka,“ segir Hörður. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. Í dag stóð til að undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum færi fram við hátíðlega afhöfn í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og eru þau víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Nú nær friðlandið yfir um það bil 375 ferkílómetra en með stækkun friðlandsins myndi það ná yfir 1560 ferkílómetra. Sú stækkun hefði þar fyrir utan slegið virkjanahugmyndir á borð við Norðlingaölduveitu út af borðinu. En á síðustu stundu breyttust allar áætlanir. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra frestaði friðlýsingunni vegna athugasemda sem ráðuneytinu bárust frá Landsvirkjun í gær. Í þeim segir að Landsvirkjun hafi ekki fengið upplýsingar um um meðferð athugasemda sinna og að fyrirtæki teldi málsmeðferðina ólögmæta þar sem ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækið sem þó sé mjög stór hagsmunaaðili að málinu. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hæddi Sigurð Inga, núverandi umhverfisráðherra, úr ræðustól Alþingis í dag fyrir ákvörðunin og sagði hann hlýða Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra hafnar því. „Fyrrverandi umhverfisráðherra var nú einu sinni dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisverk sín og ég hef engan áhuga á því og vildi þess vegna skoða málið betur og Umhverfisstofnun sem fer með málaflokkinn ákvað að fresta undirrituninni," segir Sigurður. Náttúruverndarsamtök Íslands, gagnrýna hve athugasemdir Landsvirkjunar hafi borist seint. Sigurður Ingi segir það hafa verið óheppilegt en betra sé að bregðast við þeim með þessum hætti heldur en að halda áfram að óathuguðu máli. Í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands sem sendar voru fjölmiðlum í dag er því einnig hafnað að Landsvirkjun sé stór hagsmunaaðili að málinu. fyrirtækið hafi enga hagsmuni að Þjóðrsárverum umfram aðra. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því og segir fyrirtækið gæta hagsmuna eiganda sinna og þeir séu íslenska þjóðin. Fyrirtækið styðji friðlýsingu en sú friðlýsing sem undirrita átti í dag myndi útloka hagkvæman og umhverfisvænan virkjanakost, það er að segja Norðlingaölduveitu. „Það er mikilvægt að þegar Þjórsárver eru vernduð, sem allir eru sammála um að eigi að gera, að þá þýði það ekki að allir kostir í efri hluta Þjórsá séu verndaðir á sama tíma heldur er það sérstök ákvörðun sem þarf að taka,“ segir Hörður.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira