Erlent

Yfirmaður hjá Samsung í fangelsi vegna mútumáls

Atli Ísleifsson skrifar
Lee Jae-Yong er sagður sá sem mestu stýrir innan fyrirtækisins.
Lee Jae-Yong er sagður sá sem mestu stýrir innan fyrirtækisins. Vísir/AFP
Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt einn af háttsettustu yfirmönnum tæknirisans Samsung í fimm ára fangelsi fyrir mútubrot. Þetta eru nýjustu tíðindin í hneykslismálinu tengdu fyrrverandi forseta landsins, Park Guen-Hye. BBC greinir frá.

Lee Jae-Yong er aðstoðarforstjóri Samsung og var dæmdur fyrir að hafa mútað þáverandi forseta, Park Geun-Hye, í skiptum fyrir að pólitíska fyrirgreiðslu. Hann er sagður sá sem mestu stýrir innan fyrirtækisins.

Hneykslismál forsetans fyrrverandi hefur skekið Suður-Kóreu síðustu mánuði. Park Geun-Hye neyddist til að segja af sér eftir að upplýsingar birtust um hana og vinkonu hennar og ráðgjafa, Choi Soon-Sil.

Lee og fleiri yfirmenn hjá Samsung voru sakaðir um að hafa greitt jafnvirði milljarða króna til Choi Soon-Sil í skiptum fyrir pólitískan stuðning. Lee neitaði sök í málinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.