Kynlífsleikföng rjúka út í skammdeginu fyrir jól Sveinn Arnarsson skrifar 8. nóvember 2017 05:00 Skammdegið getur verið kjörinn tími til að huga að sambandinu að mati Gerðar Huldar Arinbjarnardóttur, eiganda Blush.is. vísir/anton Von er á um fjórum tonnum af jóladagatölum fyrir fullorðna um miðjan mánuðinn sem kynlífsleikfangabúðin Blush.is hefur pantað inn á heilum 20 vörubrettum. Verslunin hefur selt nánast öll dagatölin í forpöntun. Innihalda dagatölin 24 litla pakka af unaðstækjum ástarlífsins. „Börnin opna sín dagatöl á morgnana en þeir fullorðnu þegar börnin eru sofnuð,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is. „Það eru ekki bara börnin sem fá jóladagatöl þetta árið. Það hefur færst gríðarlega í aukana að pör geri það líka og kaupi svona kynlífsdagatal og kryddi þannig kynlífið og geri vel við sig í svartasta skammdeginu,“ segir Gerður Huld. „Margir hverjir sjá þarna möguleika á að lífga upp á sambandið þegar sólargangur er sem stystur.“ Sprenging hefur orðið í sölu jóladagatala fyrir fullorðna en verslunin býður nú upp á þetta í annað skiptið. „Þetta er annað árið í röð sem ég býð upp á vöru sem þessa. um síðustu jól seldi ég um 700 jóladagatöl. Nú ákvað ég að panta inn 1.200 stykki, eða um fjögur tonn af jóladagatölum fyrir fullorðna og ég hef nú þegar selt megnið af þeirri pöntun. Þetta eru að ég held um 20 vörubretti af dagatölum sem munu koma til landsins um miðjan mánuðinn,“ segir Gerður. Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, segir það skipta miklu máli í jólastressinu að staldra við og rækta sambandið. „Jólin einkennast af eyðslu, hraða og stressi og því er gott að missa ekki sjónar á því hverju við erum að fagna. Því er mjög gott að nýta fjölbreyttar aðferðir til að rækta sambandið. Sumir kaupa dagatöl en aðrir geta byrjað á litlum skrefum, farið í sturtu saman á morgnana og hitt makann í kakóbolla og vöfflu.“ „Það má með sanni segja að það sé töluverð jólavertíð í þessu og mikið að gera hjá okkur að koma öllum þessum vörum á rétta staði,“ segir Gerður Huld. „Þetta er svolítið stórt fyrir lítið fyrirtæki eins og okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Von er á um fjórum tonnum af jóladagatölum fyrir fullorðna um miðjan mánuðinn sem kynlífsleikfangabúðin Blush.is hefur pantað inn á heilum 20 vörubrettum. Verslunin hefur selt nánast öll dagatölin í forpöntun. Innihalda dagatölin 24 litla pakka af unaðstækjum ástarlífsins. „Börnin opna sín dagatöl á morgnana en þeir fullorðnu þegar börnin eru sofnuð,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is. „Það eru ekki bara börnin sem fá jóladagatöl þetta árið. Það hefur færst gríðarlega í aukana að pör geri það líka og kaupi svona kynlífsdagatal og kryddi þannig kynlífið og geri vel við sig í svartasta skammdeginu,“ segir Gerður Huld. „Margir hverjir sjá þarna möguleika á að lífga upp á sambandið þegar sólargangur er sem stystur.“ Sprenging hefur orðið í sölu jóladagatala fyrir fullorðna en verslunin býður nú upp á þetta í annað skiptið. „Þetta er annað árið í röð sem ég býð upp á vöru sem þessa. um síðustu jól seldi ég um 700 jóladagatöl. Nú ákvað ég að panta inn 1.200 stykki, eða um fjögur tonn af jóladagatölum fyrir fullorðna og ég hef nú þegar selt megnið af þeirri pöntun. Þetta eru að ég held um 20 vörubretti af dagatölum sem munu koma til landsins um miðjan mánuðinn,“ segir Gerður. Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, segir það skipta miklu máli í jólastressinu að staldra við og rækta sambandið. „Jólin einkennast af eyðslu, hraða og stressi og því er gott að missa ekki sjónar á því hverju við erum að fagna. Því er mjög gott að nýta fjölbreyttar aðferðir til að rækta sambandið. Sumir kaupa dagatöl en aðrir geta byrjað á litlum skrefum, farið í sturtu saman á morgnana og hitt makann í kakóbolla og vöfflu.“ „Það má með sanni segja að það sé töluverð jólavertíð í þessu og mikið að gera hjá okkur að koma öllum þessum vörum á rétta staði,“ segir Gerður Huld. „Þetta er svolítið stórt fyrir lítið fyrirtæki eins og okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira