Konur mega nú heita Aríel en ekki Mia Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 15:49 Litla hafmeyjan, Aríel, í Disney-kvikmyndinni Litla hafmeyjan. Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár. Önnur kvenmannsnöfn sem nefndin samþykkti voru Selina, Alisa og Alíana en nafninu Mia var hafnað. Þá samþykkti nefndin jafnframt karlmannsnöfnin Jónsi og Ylfingur en hafnaði nafninu Zion. Einhverjir kannast eflaust við nafnið Aríel úr Disney-teikninmyndinni um litlu hafmeyjuna þar sem aðalsöguhetjan, sjálf hafmeyjan, ber það nafn. Er meðal annars vísað í það í úrskurði mannanafnanefndar varðandi nafnið. „Þess má einnig geta að erlendis hefur nafnmyndin Aríel áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn en í ljósi lítillar hefðar orðsins sem mannsnafns hér á landi telur nefndin að líta beri til þess sjónarmiðs, meðal annarra, við mat á nafninu. Í þessu ljósi verður ekki séð að eiginnafnið Aríel sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Mannanafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eiginnafni kvenmanns,“ segir í úrskurðinum. Nafninu Mia var hins vegar hafnað eins og áður segir þar sem það uppfyllti ekki öll skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn. Það sem á reyndi var ritháttur nafnsins sem ekki getur talist í samræmi við „almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar. Þá var karlmannsnafnið Zion ekki heldur talið samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem „bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu og ekki er ritað i á undan o í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar og var nafninu hafnað. Tengdar fréttir Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28 Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00 Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár. Önnur kvenmannsnöfn sem nefndin samþykkti voru Selina, Alisa og Alíana en nafninu Mia var hafnað. Þá samþykkti nefndin jafnframt karlmannsnöfnin Jónsi og Ylfingur en hafnaði nafninu Zion. Einhverjir kannast eflaust við nafnið Aríel úr Disney-teikninmyndinni um litlu hafmeyjuna þar sem aðalsöguhetjan, sjálf hafmeyjan, ber það nafn. Er meðal annars vísað í það í úrskurði mannanafnanefndar varðandi nafnið. „Þess má einnig geta að erlendis hefur nafnmyndin Aríel áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn en í ljósi lítillar hefðar orðsins sem mannsnafns hér á landi telur nefndin að líta beri til þess sjónarmiðs, meðal annarra, við mat á nafninu. Í þessu ljósi verður ekki séð að eiginnafnið Aríel sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Mannanafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eiginnafni kvenmanns,“ segir í úrskurðinum. Nafninu Mia var hins vegar hafnað eins og áður segir þar sem það uppfyllti ekki öll skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn. Það sem á reyndi var ritháttur nafnsins sem ekki getur talist í samræmi við „almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar. Þá var karlmannsnafnið Zion ekki heldur talið samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem „bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu og ekki er ritað i á undan o í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar og var nafninu hafnað.
Tengdar fréttir Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28 Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00 Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28
Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00
Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15