Innlent

Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Rithátturinn Natasha þótti of grófur en ekkert stóð í vegi fyrir því að Natasja fengist samþykkt.
Rithátturinn Natasha þótti of grófur en ekkert stóð í vegi fyrir því að Natasja fengist samþykkt. Vísir/Getty
Þrjóska nýbakaðra foreldra skilaði sér í því að nafn sonar þeirra fékkst samþykkt af mannanafnanefnd. Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær.

Í desember í fyrra barst nefndinni beiðni um að nafnið Ónarr yrði fært á mannanafnaskrá. Þeirri beiðni var hafnað með úrskurði í upphafi árs. Taldi nefndin að rithátturinn samræmdist ekki almennum ritreglum og að það hefði ekki hefðast í málið.

Foreldrar drengsins fóru fram á endurupptöku og rökstuddu beiðnina í sex liðum. Bentu þau meðal annars á að nöfnin Óttarr og Heiðar séu til og að íslenskan sé í stöðugri mótun. Nefndin hafnaði þeim rökstuðningi en þar sem nafnið kemur fyrir í Snorra-Eddu og Heimskringlu var fallist á beiðni um það.

Þá var karlmannsnafnið Eros samþykkt sem og kvenmannsnöfnin Vök og Nala. Beiðni um nafnið Natasha var hafnað en rithátturinn Natasja fékkst hins vegar samþykktur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×