Innlent

Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mannanafnanefnd hleypti flestum nöfnum í gegn í þetta skiptið.
Mannanafnanefnd hleypti flestum nöfnum í gegn í þetta skiptið. vísir/getty
Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað.

Nöfnin sem fengust samþykkt voru stúlkunöfnin Gilla, Gratíana, Glytta, Jonný, Ástey og Dissý. Röskvi, Dexter, Galti, Olavur, Fjalarr og Antonio bættust á lista yfir leyfileg nöfn drengja.

Stúlkunöfnin Berghild, Aliana og Ajmyia hlutu hins vegar ekki náð í augum Mannanafnanefndar. Því fyrstnefnda var synjað þar sem ekki er heimilt að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Var Berghild talið stríða gegn hefð nafnsins Berghildur.

Þá töldust Aliana og Ajmyia ekki hafa hefðast í íslenska tungu en enginn íslenskur kvenmaður hefur borið nafnið, var þeim því synjað.

Úrskurði Mannanafnanefndar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×