Erlent

Bein útsending: „Biðjið fyrir öllum í Flórída“

Samúel Karl Ólason skrifar
Uppfært: 23:30

Milljónir heimila í Flórída eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma skall á ríkinu í dag. Minnst 116 þúsund manns flúðu í neyðarskýli en rúmum sex milljónum manna var skipað að flýja undan fellibylnum, sem hefur nú misst töluverðand styrk og er flokkaður sem annars flokks hitabeltisóveður með um 50 m/s meðalvindi.

Irma hefur valdið miklum skemmdum og hefur sjór náð langt inn á landi í Flórída. Þá þykir líklegt að flóðin sem fylgt hafa Irmu muni versna.

Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, bað Bandaríkjamenn í dag að biðja fyrir íbúum Flórída.

Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.

Talið er að viðgerðir á rafmagnskerfi Flórída gætu tekið allt að nokkrar vikur. Þrátt fyrir að um 17 þúsund viðgerðarmenn séu í startholunum.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa minnst 25 verið handteknir í ríkinu fyrir að hlýða ekki útgöngubanni, en það var sett á til að sporna gegn ránum og öðrum glæpum.



AP ræddi við einn íbúa Key Largo sem hélt til á heimili sínu á meðan fellibylurinn fer yfir. Hann sagði sjó flæða inna götur borgarinnar, þrátt fyrir að ekki hefði verið háflóð. Þá sagði hann að bátar, húsgögn og jafnvel ísskápar hefðu flotið fram hjá húsi hans.

Einn er sagður hafa dáið í Flórída Keys eyjunum en annars hafa ekki borist fregnir af frekari mannfalli í Flórída. Nú þegar hafa minnst 27 dáið vegna Irmu, samkvæmt frétt BBC.

Eignaði barn ein og veðurtept

Kona eignaðist barn í Miami, en hún var föst á heimili sínu og komust sjúkraflutningamenn ekki til hennar. Læknar töluðu við hana í gegnum síma og leiðbeindu henni við fæðinguna, en hún eignaðist stúlku.

Samkvæmt opinberum Twitterreikningi Miami voru mæðgurnar fluttar á sjúkrahús í dag.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, samþykkti í dag að veita Flórída fjárhagslega aðstoð við uppbyggingu eftir Irmu og hét því að ferðast þangað eins fljótt og hann gæti.

Myndband frá miðborg Miami.
Key Largo
Stærð Irmu

Tengdar fréttir

Varað við gríðarstórum flóðbylgjum

Fellibylurinn Irma hefur kostað þrjá lífið í Flórídaríki. Mikil flóð eru á vesturströnd Bandaríkjanna og varað er við flóðbylgjum.

Eindregið varað við því að skjóta á Irmu

Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×