Braut gegn tíu ára stjúpdóttur sinni á afmælisdegi hennar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júní 2017 21:59 Stúlkan var tíu ára þegar maðurinn braut á henni. vísir/valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í síðustu viku í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn stjúpdóttur hans árið 2015. Kynferðisbrotið átti sér stað á tíu ára afmælisdegi stúlkunnar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa káfað á kynfærum og rassi stúlkunnar og kysst hana á maga, bak og munn. Hann var ölvaður þegar hann braut gegn stúlkunni og bar fyrir sig minnisleysi við meðferð málsins, en neitaði sök í málinu.„Spurðu hann“ Móðir stúlkunnar tilkynnti atvikið. Henni hafði þótt dóttir sín öðruvísi en vanalega, en morguninn eftir atvikið átti stúlkan erfitt með að vakna og var nokkuð þreytuleg. Móðirin spurði stúlkuna hvort hún hefði verið að lesa bækur um nóttina og við það varð stúlkan skrítin á svipinn, að því er konan sagði fyrir dómi. Stúlkan hafi hálfpartinn glott, sagt: „spurðu hann“ og bent á manninn. Konan sagðist þá hafa fengið ónotatilfinningu því hún vissi að maðurinn hafði fengið sér í glas kvöldið áður. Stúlkan sagði mömmu sinni að maðurinn hefði komið inn í herbergi til hennar um nóttina. Hann hefði haldið í hönd hennar og kysst hana á höndina, magann og bakið. Hún hafi hins vegar gripið fyrir munninn þegar hann reyndi að kyssa hana á munninn. Þá sagði hún manninn hafa strokið bak sitt og „potað í hitt“ eða kynfæri hennar. Hún sagðist ekki hafa meitt sig en sagðist vera ótrúlega hrædd. Hún sagðist svo ekki þora að segja meira. Þá vildi stúlkan ekki segja dómara hvað maðurinn hefði gert og þegar hún var spurð hvað hún héldi að myndi gerast sagði hún: „Eitthvað hræðilegt.“Mundi tveimur árum síðar eftir að hafa komið inn í herbergið Maðurinn sem fyrr segir neitaði sök. Hann sagðist hafa drukkið einn pela af vodka en bar að öðru leyti fyrir sig algjöru minnisleysi við skýrslutöku lögreglu. Við aðalmeðferð málsins, tveimur árum síðar, sagðist hann hins vegar muna til þess að hafa komið í tvígang inn til stúlkunnar eftir að hafa heyrt í henni og talið að hún hefði fengið martröð og sagði hana hafa verið sofandi allan tímann. Hann neitaði sömuleiðis að vera haldinn barnagirnd. Hann var fyrir um tíu árum sakaður um kynferðisbrot gegn barni, en maðurinn sagði að það hefði verið rannsakað af lögreglu og hann verið hreinsaður af öllum grun. Hann hefur ekki hlotið refsidóm áður. Dómurinn taldi framburð mannsins ótrúverðugan og sagði að útlit væri fyrir að maðurinn hefði reynt að laga framburð sinn að frásögn stúlkunnar. „Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að brot hans beindist að stjúpdóttur hans á tíu ára afmælisdegi hennar. Með broti sínu brást hann trúnaðarskyldum sínum gagnvart stjúpdóttur sinni og liggur fyrir að brotið hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola,“ segir í niðurstöðu dómsins. Manninum var gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í síðustu viku í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn stjúpdóttur hans árið 2015. Kynferðisbrotið átti sér stað á tíu ára afmælisdegi stúlkunnar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa káfað á kynfærum og rassi stúlkunnar og kysst hana á maga, bak og munn. Hann var ölvaður þegar hann braut gegn stúlkunni og bar fyrir sig minnisleysi við meðferð málsins, en neitaði sök í málinu.„Spurðu hann“ Móðir stúlkunnar tilkynnti atvikið. Henni hafði þótt dóttir sín öðruvísi en vanalega, en morguninn eftir atvikið átti stúlkan erfitt með að vakna og var nokkuð þreytuleg. Móðirin spurði stúlkuna hvort hún hefði verið að lesa bækur um nóttina og við það varð stúlkan skrítin á svipinn, að því er konan sagði fyrir dómi. Stúlkan hafi hálfpartinn glott, sagt: „spurðu hann“ og bent á manninn. Konan sagðist þá hafa fengið ónotatilfinningu því hún vissi að maðurinn hafði fengið sér í glas kvöldið áður. Stúlkan sagði mömmu sinni að maðurinn hefði komið inn í herbergi til hennar um nóttina. Hann hefði haldið í hönd hennar og kysst hana á höndina, magann og bakið. Hún hafi hins vegar gripið fyrir munninn þegar hann reyndi að kyssa hana á munninn. Þá sagði hún manninn hafa strokið bak sitt og „potað í hitt“ eða kynfæri hennar. Hún sagðist ekki hafa meitt sig en sagðist vera ótrúlega hrædd. Hún sagðist svo ekki þora að segja meira. Þá vildi stúlkan ekki segja dómara hvað maðurinn hefði gert og þegar hún var spurð hvað hún héldi að myndi gerast sagði hún: „Eitthvað hræðilegt.“Mundi tveimur árum síðar eftir að hafa komið inn í herbergið Maðurinn sem fyrr segir neitaði sök. Hann sagðist hafa drukkið einn pela af vodka en bar að öðru leyti fyrir sig algjöru minnisleysi við skýrslutöku lögreglu. Við aðalmeðferð málsins, tveimur árum síðar, sagðist hann hins vegar muna til þess að hafa komið í tvígang inn til stúlkunnar eftir að hafa heyrt í henni og talið að hún hefði fengið martröð og sagði hana hafa verið sofandi allan tímann. Hann neitaði sömuleiðis að vera haldinn barnagirnd. Hann var fyrir um tíu árum sakaður um kynferðisbrot gegn barni, en maðurinn sagði að það hefði verið rannsakað af lögreglu og hann verið hreinsaður af öllum grun. Hann hefur ekki hlotið refsidóm áður. Dómurinn taldi framburð mannsins ótrúverðugan og sagði að útlit væri fyrir að maðurinn hefði reynt að laga framburð sinn að frásögn stúlkunnar. „Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að brot hans beindist að stjúpdóttur hans á tíu ára afmælisdegi hennar. Með broti sínu brást hann trúnaðarskyldum sínum gagnvart stjúpdóttur sinni og liggur fyrir að brotið hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola,“ segir í niðurstöðu dómsins. Manninum var gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira