Erlent

Sam­þykktu um­fangs­mestu breytingarnar á skatt­kerfinu í ára­tugi

Atli Ísleifsson skrifar
Varaforsetinn Mike Pence var ánægður með niðurstöðuna.
Varaforsetinn Mike Pence var ánægður með niðurstöðuna. Vísir/AFP
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti snemma í morgun umdeilt frumvarp sem felur í sér einar umfangsmestu breytingar á skattkerfinu í áratugi.

Frumvarpið var samþykkt með 51 atkvæði Repúblikana gegn 48 atkvæðum Demókrata. Skoðanakannanir benda til þess að frumvarpið sé almennt óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna.

Repúblikanar hafa haldið því fram að það feli í sér meiriháttar skattalækkanir fyrir stórfyrirtæki, smærri fyrirtæki og einstaklinga og að það eigi eftir að ýta undir hagvöxt.

Gagnrýnendur frumvarpsins segja að það eigi þvert á móti eftir að stórauka fjárlagahalla ríkisins og að það hygli stóreignafólki á kostnað þeirra efnaminni.

Skattur á fyrirtæki mun fara í 21 prósent, en áður var hann á bilinu fimmtán til 35 prósent. Breytingarnar fela einnig í sér lækkun á erfðaskatti og lækkun skatts á hagnað Bandaríkjamanna erlendis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×