„Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. desember 2017 20:00 Skattafrumvarp repúblikana er óvinsælt á meðal bandarísks almennings. Hópur fólks mótmælti í Bandaríkjaþingi þegar atkvæðagreiðsla um það fór fram. Vísir/AFP Andstæðingar umdeilds skattafrumvarps sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna og hvöttu þingmenn til að fella frumvarpið. „Kill the bill,“ hrópuðu þeir í gríð og erg, eða „drepið frumvarpið.“ Líkt og greint var frá á Vísi í morgun samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarpið með 51 atkvæði repúblikana gegn 48 atkvæðum demókrata. Þannig hafa repúblikanar, með Donald Trump Bandaríkjaforseta í fararbroddi, stigið skrefinu nær róttækustu breytingum á skattkerfi landsins í áratugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, opnaði fyrir atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni snemma í morgun en gagnrýnendur frumvarpsins segja fyrirtæki og hina efnameiri njóta góðs af frumvarpinu, á kostnað hinna tekjulægri. Í röðum repúblikana er frumvarpinu þó vel fagnað og segja þeir að nýju lögin muni stuðla að hagvexti. Því eru ekki allir sammála, þvert á móti muni það auka fjárlagahalla ríkisins. Fulltrúadeild þingsins hafði þegar samþykkt frumvarpið, þó ekki vandræðalaust, en endurtaka þurfti atkvæðagreiðsluna vegna tæknilegra galla við frumvarpið. Frumvarpið þykir mikill sigur fyrir repúblikana en auk víðtækra skattalækkana verður ákvæði um Obamacare fellt út úr skattalögum. Donald Trump, sem er harður andstæðingur heilbrigðislöggjafar forvera síns í embætti, segir það mikið fagnaðarefni. Hann mun að öllum líkindum staðfesta löggjöfina von bráðar. Tengdar fréttir Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Andstæðingar umdeilds skattafrumvarps sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna og hvöttu þingmenn til að fella frumvarpið. „Kill the bill,“ hrópuðu þeir í gríð og erg, eða „drepið frumvarpið.“ Líkt og greint var frá á Vísi í morgun samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarpið með 51 atkvæði repúblikana gegn 48 atkvæðum demókrata. Þannig hafa repúblikanar, með Donald Trump Bandaríkjaforseta í fararbroddi, stigið skrefinu nær róttækustu breytingum á skattkerfi landsins í áratugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, opnaði fyrir atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni snemma í morgun en gagnrýnendur frumvarpsins segja fyrirtæki og hina efnameiri njóta góðs af frumvarpinu, á kostnað hinna tekjulægri. Í röðum repúblikana er frumvarpinu þó vel fagnað og segja þeir að nýju lögin muni stuðla að hagvexti. Því eru ekki allir sammála, þvert á móti muni það auka fjárlagahalla ríkisins. Fulltrúadeild þingsins hafði þegar samþykkt frumvarpið, þó ekki vandræðalaust, en endurtaka þurfti atkvæðagreiðsluna vegna tæknilegra galla við frumvarpið. Frumvarpið þykir mikill sigur fyrir repúblikana en auk víðtækra skattalækkana verður ákvæði um Obamacare fellt út úr skattalögum. Donald Trump, sem er harður andstæðingur heilbrigðislöggjafar forvera síns í embætti, segir það mikið fagnaðarefni. Hann mun að öllum líkindum staðfesta löggjöfina von bráðar.
Tengdar fréttir Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24