„Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. desember 2017 20:00 Skattafrumvarp repúblikana er óvinsælt á meðal bandarísks almennings. Hópur fólks mótmælti í Bandaríkjaþingi þegar atkvæðagreiðsla um það fór fram. Vísir/AFP Andstæðingar umdeilds skattafrumvarps sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna og hvöttu þingmenn til að fella frumvarpið. „Kill the bill,“ hrópuðu þeir í gríð og erg, eða „drepið frumvarpið.“ Líkt og greint var frá á Vísi í morgun samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarpið með 51 atkvæði repúblikana gegn 48 atkvæðum demókrata. Þannig hafa repúblikanar, með Donald Trump Bandaríkjaforseta í fararbroddi, stigið skrefinu nær róttækustu breytingum á skattkerfi landsins í áratugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, opnaði fyrir atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni snemma í morgun en gagnrýnendur frumvarpsins segja fyrirtæki og hina efnameiri njóta góðs af frumvarpinu, á kostnað hinna tekjulægri. Í röðum repúblikana er frumvarpinu þó vel fagnað og segja þeir að nýju lögin muni stuðla að hagvexti. Því eru ekki allir sammála, þvert á móti muni það auka fjárlagahalla ríkisins. Fulltrúadeild þingsins hafði þegar samþykkt frumvarpið, þó ekki vandræðalaust, en endurtaka þurfti atkvæðagreiðsluna vegna tæknilegra galla við frumvarpið. Frumvarpið þykir mikill sigur fyrir repúblikana en auk víðtækra skattalækkana verður ákvæði um Obamacare fellt út úr skattalögum. Donald Trump, sem er harður andstæðingur heilbrigðislöggjafar forvera síns í embætti, segir það mikið fagnaðarefni. Hann mun að öllum líkindum staðfesta löggjöfina von bráðar. Tengdar fréttir Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Andstæðingar umdeilds skattafrumvarps sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna og hvöttu þingmenn til að fella frumvarpið. „Kill the bill,“ hrópuðu þeir í gríð og erg, eða „drepið frumvarpið.“ Líkt og greint var frá á Vísi í morgun samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarpið með 51 atkvæði repúblikana gegn 48 atkvæðum demókrata. Þannig hafa repúblikanar, með Donald Trump Bandaríkjaforseta í fararbroddi, stigið skrefinu nær róttækustu breytingum á skattkerfi landsins í áratugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, opnaði fyrir atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni snemma í morgun en gagnrýnendur frumvarpsins segja fyrirtæki og hina efnameiri njóta góðs af frumvarpinu, á kostnað hinna tekjulægri. Í röðum repúblikana er frumvarpinu þó vel fagnað og segja þeir að nýju lögin muni stuðla að hagvexti. Því eru ekki allir sammála, þvert á móti muni það auka fjárlagahalla ríkisins. Fulltrúadeild þingsins hafði þegar samþykkt frumvarpið, þó ekki vandræðalaust, en endurtaka þurfti atkvæðagreiðsluna vegna tæknilegra galla við frumvarpið. Frumvarpið þykir mikill sigur fyrir repúblikana en auk víðtækra skattalækkana verður ákvæði um Obamacare fellt út úr skattalögum. Donald Trump, sem er harður andstæðingur heilbrigðislöggjafar forvera síns í embætti, segir það mikið fagnaðarefni. Hann mun að öllum líkindum staðfesta löggjöfina von bráðar.
Tengdar fréttir Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24