Framkvæmdastjórinn hæddi og smánaði fegurðardrottningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2017 14:12 Sam Haskell. Vísir/afp Framkvæmdastjóra bandarísku fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ameríku (Miss America) hefur verið vikið úr starfi fyrir að rita ósæmilegar athugasemdir um stúlkur í keppninni. Athugasemdirnar sendi hann samstarfsmanni sínum í tölvupóstum sem lekið var á netið. Tölvupóstskeytin birtust fyrst á vef Huffington Post en einnig var fjallað um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Framkvæmdastjórinn, Sam Haskell, er sagður hafa ritað alls kyns óhróður um keppendurna í tölvupóstsamskiptum sínum við handritshöfund sem starfaði fyrir keppnina. Haskell á að hafa talað andstyggilega um holdafar stúlknanna, sem margar eru fyrrverandi sigurvegarar keppninnar, og kynlíf þeirra. Hann virðist hafa ýjað að því að einhverjar stúlknanna væru lauslátar og eru skrif hans þrungin drusluskömm. Þá var Haskell vikið úr starfi eftir að 49 fyrrverandi sigurvegarar skrifuðu undir opið bréf sem birt var í gær. Í bréfinu voru Haskell, og aðrir háttsettir starfsmenn innan Ungfrú Ameríku-samtakanna, hvattir til að segja af sér. „Þetta kom mér ekki á óvart þegar ég las tölvupóstana fyrst, en ég fékk ákveðna staðfestingu,“ sagði Mallory Hagan, sem hreppti titilinn Ungfrú Ameríka árið 2013 og var ein þeirra sem nafngreind er í tölvupóstum Haskell. Hún sagðist lengi hafa haldið því fram að hegðun á borð við þessa sé viðloðandi fegurðarsamkeppnina. Þá hefur framleiðslufyrirtækið Dick Clark Productions slitið samstarfi við keppnina. Í yfirlýsingu frá aðstandendum keppninnar segir að Haskell hafi verið undir „gríðarlegu álagi“ þegar hann ritaði ummælin um stúlkurnar. Hegðunin sé þó ekki í samræmi við stefnu samtakanna og biðjast þau því afsökunar á framferði Haskell. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Framkvæmdastjóra bandarísku fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ameríku (Miss America) hefur verið vikið úr starfi fyrir að rita ósæmilegar athugasemdir um stúlkur í keppninni. Athugasemdirnar sendi hann samstarfsmanni sínum í tölvupóstum sem lekið var á netið. Tölvupóstskeytin birtust fyrst á vef Huffington Post en einnig var fjallað um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Framkvæmdastjórinn, Sam Haskell, er sagður hafa ritað alls kyns óhróður um keppendurna í tölvupóstsamskiptum sínum við handritshöfund sem starfaði fyrir keppnina. Haskell á að hafa talað andstyggilega um holdafar stúlknanna, sem margar eru fyrrverandi sigurvegarar keppninnar, og kynlíf þeirra. Hann virðist hafa ýjað að því að einhverjar stúlknanna væru lauslátar og eru skrif hans þrungin drusluskömm. Þá var Haskell vikið úr starfi eftir að 49 fyrrverandi sigurvegarar skrifuðu undir opið bréf sem birt var í gær. Í bréfinu voru Haskell, og aðrir háttsettir starfsmenn innan Ungfrú Ameríku-samtakanna, hvattir til að segja af sér. „Þetta kom mér ekki á óvart þegar ég las tölvupóstana fyrst, en ég fékk ákveðna staðfestingu,“ sagði Mallory Hagan, sem hreppti titilinn Ungfrú Ameríka árið 2013 og var ein þeirra sem nafngreind er í tölvupóstum Haskell. Hún sagðist lengi hafa haldið því fram að hegðun á borð við þessa sé viðloðandi fegurðarsamkeppnina. Þá hefur framleiðslufyrirtækið Dick Clark Productions slitið samstarfi við keppnina. Í yfirlýsingu frá aðstandendum keppninnar segir að Haskell hafi verið undir „gríðarlegu álagi“ þegar hann ritaði ummælin um stúlkurnar. Hegðunin sé þó ekki í samræmi við stefnu samtakanna og biðjast þau því afsökunar á framferði Haskell.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira