Obama varar við hættum samfélagsmiðla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. desember 2017 13:34 Obama ræddi við Harry bretaprins í þættinum Today á BBC Radio 4. Vísir/Getty Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af því að aukin notkun samfélagsmiðla verði til þess að fólk hundsi staðreyndir og hlusti einungis á fréttir sem ýta undir eigin skoðanir.Þetta er meðal þess sem kom fram í samtali Obama við Harry bretaprins í þættinum Today á BBC Radio 4 í gær en Harry var gestastjórnandi þáttarins. Hann segir að óábyrg notkun samfélagsmiðla yrði til þess að brengla skilning fólks á flóknum málefnum og sé til þess fallin að dreifa villandi upplýsingu. „Við öll sem erum í stjórnunarstöðum þurfum að finna leiðir til að búa til almenningspláss á Internetinu,” sagði Obama í viðtali við prinsinn.Fólk búi í eigin raunveruleika Hann segist hafa áhyggjur af framtíð þar sem staðreyndir skipta minna máli ef fólk heyri og lesi einungis hluti sem styðji við þeirra eigin skoðanir. „Ein af hættum Internetsins er að fólk getur búið í fullkomlega mismunandi raunveruleika. Fólk getur einangrað sig með upplýsingum sem styrkja þeirra afstöðu. Spurningin er hvernig við virkjum tækni þannig að hún leyfi margar raddir, fjölbreytt viðhorf og veiti svigrúm til að komast að sameiginlegri niðurstöðu.“ Hann telur að samskipti mann á mann séu best til þess fallin að sporna við öfgum. „Samfélagsmiðlar eru öflugt tæki fyrir fólk með sameiginleg áhugamál til að mætast, hittast og tengjast. En þá er mikilvægt að aftengjast, hittast á bar, hittast í bænahúsi, hittast í hverfinu og kynnast hvort öðru. Sannleikurinn er sá að á netinu er allt einfaldað og þegar þú hittir fólk mann á mann er það allt í einu flókið.”Erfitt og óþægilegt að vera í sviðsljósinu Obama fór einnig lauslega yfir forsetatíð sína og þá sérstaklega yfir pressuna sem fylgdi embættinu. „Það er erfitt og óþægilegt að mörgu leyti að vera í sviðsljósinu. Það er áskorun. Ástvinir þínir eru berskjaldaðir og á annan hátt en kannski fyrir 20-30 árum síðan. Þetta er fórn sem allir þurfa að vera sáttir við þegar þeir ákveða að fara út í stjórnmál. En þegar öllu er á botninn hvolft er það þess virði ef þú nærð fram jákvæðum breytingum á heiminum.“ Hann segir að tilfinningarnar sem fylgdu því að hverfa úr valdamesta embætti heims hafi verið blendnar vegna þess að honum fannst hann eiga margt ógert. „Áhyggjur af því hver framtíð landsins er en heilt yfir var þarna hugarró,“ sagði hann og líkti forsetatíð sinni við boðhlaup. „Ef þú hljópst hratt, gerðir þitt besta og gast skilað af þér keflinu þannig að heimurinn var aðeins betri þá skilaðir þú þínu.“ En þrátt fyrir þau vandamál sem blasi við heiminum segist Obama enn vera bjartsýnn. „Ef við tökum ábyrgð á okkar eigin örlögum, ef við segjum það sem okkur finnst, ef við vinnum í samfélagi, erum sjálfboðaliðar, þá er hægt að leysa öll okkar vandamál þrátt fyrir allar slæmar fréttir. Ef þú ættir að velja stund í mannkynnssögunni til að fæðast á þá myndirðu velja nútímann því staðreyndin er að heimurinn er heilbrigðari, ríkari, menntaðri og umburðarlyndari, fágaðri og ekki eins ofbeldisfullur.“Obama og Harry prins fóru einnig yfir léttari mál og má heyra brot úr viðtalinu hér fyrir neðan. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af því að aukin notkun samfélagsmiðla verði til þess að fólk hundsi staðreyndir og hlusti einungis á fréttir sem ýta undir eigin skoðanir.Þetta er meðal þess sem kom fram í samtali Obama við Harry bretaprins í þættinum Today á BBC Radio 4 í gær en Harry var gestastjórnandi þáttarins. Hann segir að óábyrg notkun samfélagsmiðla yrði til þess að brengla skilning fólks á flóknum málefnum og sé til þess fallin að dreifa villandi upplýsingu. „Við öll sem erum í stjórnunarstöðum þurfum að finna leiðir til að búa til almenningspláss á Internetinu,” sagði Obama í viðtali við prinsinn.Fólk búi í eigin raunveruleika Hann segist hafa áhyggjur af framtíð þar sem staðreyndir skipta minna máli ef fólk heyri og lesi einungis hluti sem styðji við þeirra eigin skoðanir. „Ein af hættum Internetsins er að fólk getur búið í fullkomlega mismunandi raunveruleika. Fólk getur einangrað sig með upplýsingum sem styrkja þeirra afstöðu. Spurningin er hvernig við virkjum tækni þannig að hún leyfi margar raddir, fjölbreytt viðhorf og veiti svigrúm til að komast að sameiginlegri niðurstöðu.“ Hann telur að samskipti mann á mann séu best til þess fallin að sporna við öfgum. „Samfélagsmiðlar eru öflugt tæki fyrir fólk með sameiginleg áhugamál til að mætast, hittast og tengjast. En þá er mikilvægt að aftengjast, hittast á bar, hittast í bænahúsi, hittast í hverfinu og kynnast hvort öðru. Sannleikurinn er sá að á netinu er allt einfaldað og þegar þú hittir fólk mann á mann er það allt í einu flókið.”Erfitt og óþægilegt að vera í sviðsljósinu Obama fór einnig lauslega yfir forsetatíð sína og þá sérstaklega yfir pressuna sem fylgdi embættinu. „Það er erfitt og óþægilegt að mörgu leyti að vera í sviðsljósinu. Það er áskorun. Ástvinir þínir eru berskjaldaðir og á annan hátt en kannski fyrir 20-30 árum síðan. Þetta er fórn sem allir þurfa að vera sáttir við þegar þeir ákveða að fara út í stjórnmál. En þegar öllu er á botninn hvolft er það þess virði ef þú nærð fram jákvæðum breytingum á heiminum.“ Hann segir að tilfinningarnar sem fylgdu því að hverfa úr valdamesta embætti heims hafi verið blendnar vegna þess að honum fannst hann eiga margt ógert. „Áhyggjur af því hver framtíð landsins er en heilt yfir var þarna hugarró,“ sagði hann og líkti forsetatíð sinni við boðhlaup. „Ef þú hljópst hratt, gerðir þitt besta og gast skilað af þér keflinu þannig að heimurinn var aðeins betri þá skilaðir þú þínu.“ En þrátt fyrir þau vandamál sem blasi við heiminum segist Obama enn vera bjartsýnn. „Ef við tökum ábyrgð á okkar eigin örlögum, ef við segjum það sem okkur finnst, ef við vinnum í samfélagi, erum sjálfboðaliðar, þá er hægt að leysa öll okkar vandamál þrátt fyrir allar slæmar fréttir. Ef þú ættir að velja stund í mannkynnssögunni til að fæðast á þá myndirðu velja nútímann því staðreyndin er að heimurinn er heilbrigðari, ríkari, menntaðri og umburðarlyndari, fágaðri og ekki eins ofbeldisfullur.“Obama og Harry prins fóru einnig yfir léttari mál og má heyra brot úr viðtalinu hér fyrir neðan.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“