Obama varar við hættum samfélagsmiðla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. desember 2017 13:34 Obama ræddi við Harry bretaprins í þættinum Today á BBC Radio 4. Vísir/Getty Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af því að aukin notkun samfélagsmiðla verði til þess að fólk hundsi staðreyndir og hlusti einungis á fréttir sem ýta undir eigin skoðanir.Þetta er meðal þess sem kom fram í samtali Obama við Harry bretaprins í þættinum Today á BBC Radio 4 í gær en Harry var gestastjórnandi þáttarins. Hann segir að óábyrg notkun samfélagsmiðla yrði til þess að brengla skilning fólks á flóknum málefnum og sé til þess fallin að dreifa villandi upplýsingu. „Við öll sem erum í stjórnunarstöðum þurfum að finna leiðir til að búa til almenningspláss á Internetinu,” sagði Obama í viðtali við prinsinn.Fólk búi í eigin raunveruleika Hann segist hafa áhyggjur af framtíð þar sem staðreyndir skipta minna máli ef fólk heyri og lesi einungis hluti sem styðji við þeirra eigin skoðanir. „Ein af hættum Internetsins er að fólk getur búið í fullkomlega mismunandi raunveruleika. Fólk getur einangrað sig með upplýsingum sem styrkja þeirra afstöðu. Spurningin er hvernig við virkjum tækni þannig að hún leyfi margar raddir, fjölbreytt viðhorf og veiti svigrúm til að komast að sameiginlegri niðurstöðu.“ Hann telur að samskipti mann á mann séu best til þess fallin að sporna við öfgum. „Samfélagsmiðlar eru öflugt tæki fyrir fólk með sameiginleg áhugamál til að mætast, hittast og tengjast. En þá er mikilvægt að aftengjast, hittast á bar, hittast í bænahúsi, hittast í hverfinu og kynnast hvort öðru. Sannleikurinn er sá að á netinu er allt einfaldað og þegar þú hittir fólk mann á mann er það allt í einu flókið.”Erfitt og óþægilegt að vera í sviðsljósinu Obama fór einnig lauslega yfir forsetatíð sína og þá sérstaklega yfir pressuna sem fylgdi embættinu. „Það er erfitt og óþægilegt að mörgu leyti að vera í sviðsljósinu. Það er áskorun. Ástvinir þínir eru berskjaldaðir og á annan hátt en kannski fyrir 20-30 árum síðan. Þetta er fórn sem allir þurfa að vera sáttir við þegar þeir ákveða að fara út í stjórnmál. En þegar öllu er á botninn hvolft er það þess virði ef þú nærð fram jákvæðum breytingum á heiminum.“ Hann segir að tilfinningarnar sem fylgdu því að hverfa úr valdamesta embætti heims hafi verið blendnar vegna þess að honum fannst hann eiga margt ógert. „Áhyggjur af því hver framtíð landsins er en heilt yfir var þarna hugarró,“ sagði hann og líkti forsetatíð sinni við boðhlaup. „Ef þú hljópst hratt, gerðir þitt besta og gast skilað af þér keflinu þannig að heimurinn var aðeins betri þá skilaðir þú þínu.“ En þrátt fyrir þau vandamál sem blasi við heiminum segist Obama enn vera bjartsýnn. „Ef við tökum ábyrgð á okkar eigin örlögum, ef við segjum það sem okkur finnst, ef við vinnum í samfélagi, erum sjálfboðaliðar, þá er hægt að leysa öll okkar vandamál þrátt fyrir allar slæmar fréttir. Ef þú ættir að velja stund í mannkynnssögunni til að fæðast á þá myndirðu velja nútímann því staðreyndin er að heimurinn er heilbrigðari, ríkari, menntaðri og umburðarlyndari, fágaðri og ekki eins ofbeldisfullur.“Obama og Harry prins fóru einnig yfir léttari mál og má heyra brot úr viðtalinu hér fyrir neðan. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af því að aukin notkun samfélagsmiðla verði til þess að fólk hundsi staðreyndir og hlusti einungis á fréttir sem ýta undir eigin skoðanir.Þetta er meðal þess sem kom fram í samtali Obama við Harry bretaprins í þættinum Today á BBC Radio 4 í gær en Harry var gestastjórnandi þáttarins. Hann segir að óábyrg notkun samfélagsmiðla yrði til þess að brengla skilning fólks á flóknum málefnum og sé til þess fallin að dreifa villandi upplýsingu. „Við öll sem erum í stjórnunarstöðum þurfum að finna leiðir til að búa til almenningspláss á Internetinu,” sagði Obama í viðtali við prinsinn.Fólk búi í eigin raunveruleika Hann segist hafa áhyggjur af framtíð þar sem staðreyndir skipta minna máli ef fólk heyri og lesi einungis hluti sem styðji við þeirra eigin skoðanir. „Ein af hættum Internetsins er að fólk getur búið í fullkomlega mismunandi raunveruleika. Fólk getur einangrað sig með upplýsingum sem styrkja þeirra afstöðu. Spurningin er hvernig við virkjum tækni þannig að hún leyfi margar raddir, fjölbreytt viðhorf og veiti svigrúm til að komast að sameiginlegri niðurstöðu.“ Hann telur að samskipti mann á mann séu best til þess fallin að sporna við öfgum. „Samfélagsmiðlar eru öflugt tæki fyrir fólk með sameiginleg áhugamál til að mætast, hittast og tengjast. En þá er mikilvægt að aftengjast, hittast á bar, hittast í bænahúsi, hittast í hverfinu og kynnast hvort öðru. Sannleikurinn er sá að á netinu er allt einfaldað og þegar þú hittir fólk mann á mann er það allt í einu flókið.”Erfitt og óþægilegt að vera í sviðsljósinu Obama fór einnig lauslega yfir forsetatíð sína og þá sérstaklega yfir pressuna sem fylgdi embættinu. „Það er erfitt og óþægilegt að mörgu leyti að vera í sviðsljósinu. Það er áskorun. Ástvinir þínir eru berskjaldaðir og á annan hátt en kannski fyrir 20-30 árum síðan. Þetta er fórn sem allir þurfa að vera sáttir við þegar þeir ákveða að fara út í stjórnmál. En þegar öllu er á botninn hvolft er það þess virði ef þú nærð fram jákvæðum breytingum á heiminum.“ Hann segir að tilfinningarnar sem fylgdu því að hverfa úr valdamesta embætti heims hafi verið blendnar vegna þess að honum fannst hann eiga margt ógert. „Áhyggjur af því hver framtíð landsins er en heilt yfir var þarna hugarró,“ sagði hann og líkti forsetatíð sinni við boðhlaup. „Ef þú hljópst hratt, gerðir þitt besta og gast skilað af þér keflinu þannig að heimurinn var aðeins betri þá skilaðir þú þínu.“ En þrátt fyrir þau vandamál sem blasi við heiminum segist Obama enn vera bjartsýnn. „Ef við tökum ábyrgð á okkar eigin örlögum, ef við segjum það sem okkur finnst, ef við vinnum í samfélagi, erum sjálfboðaliðar, þá er hægt að leysa öll okkar vandamál þrátt fyrir allar slæmar fréttir. Ef þú ættir að velja stund í mannkynnssögunni til að fæðast á þá myndirðu velja nútímann því staðreyndin er að heimurinn er heilbrigðari, ríkari, menntaðri og umburðarlyndari, fágaðri og ekki eins ofbeldisfullur.“Obama og Harry prins fóru einnig yfir léttari mál og má heyra brot úr viðtalinu hér fyrir neðan.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent