Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2017 20:12 Opinber fréttaveita Norður-Kóreu sendi þessa mynd frá sér um mánaðarmótin þar sem sjá má íbúa Pyongyang fagna tilraunaskoti sem framkvæmt var þann 29. nóvember. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar telja að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent, þjáist af næringarskorti. Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi þar í landi sem heldur í raun þrettán milljónum manna á lífi. Þetta kom fram í máli Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Yfirlýst markmið einræðisstjórnar Kim Jong Un er að öðlast getuna til að gera kjarnorkuárásir á meginland Bandaríkjanna. Zeid fór fram á það við öryggisráðið að gert yrði mat á því hve mikil áhrif þvinganirnar hefðu á hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Norður-Kóreu.Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi. Undanfarin ár hefur ríkið þar að auki varið miklum fjármunum í eldflaugar og kjarnorkuvopn.Tókst ekki að koma í veg fyrir fundinn Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað verið sökuð um umfangsmikil mannréttindabrot á íbúum landsins. Þar á meðal eru þeir sakaðir um að reka fangabúðir þar sem komið er fram við fanga með grimmilegum hætti og að pynta íbúa landsins. Þeir segja þessar ásakanir kolrangar. Þetta er í fjórða sinn sem öryggisráðið fundar um ástand mannréttinda í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld Kína reynt að koma í veg fyrir þá alla. Kínverjar segja öryggisráðið ekki vera réttan vettvang til að ræða slíkt og tíminn væri ekki réttur þar sem svo mikil spenna væri á svæðinu. Tíu ríki kusu að þessu sinni að leyfa fundinn á meðan Kína, Rússland og Bólivía kusu gegn því. Eþíópía og Egyptaland sátu hjá. Minnst níu atkvæði þarf til að tryggja að fundir ráðsins fari fram. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að öryggisráðið ætti að ræða mannréttindi oftar og í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök. „Öll ríki sem geta ekki séð um íbúa sína sitja uppi með átök á endanum,“ sagði hún. Norður-Kórea Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent, þjáist af næringarskorti. Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi þar í landi sem heldur í raun þrettán milljónum manna á lífi. Þetta kom fram í máli Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Yfirlýst markmið einræðisstjórnar Kim Jong Un er að öðlast getuna til að gera kjarnorkuárásir á meginland Bandaríkjanna. Zeid fór fram á það við öryggisráðið að gert yrði mat á því hve mikil áhrif þvinganirnar hefðu á hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Norður-Kóreu.Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi. Undanfarin ár hefur ríkið þar að auki varið miklum fjármunum í eldflaugar og kjarnorkuvopn.Tókst ekki að koma í veg fyrir fundinn Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað verið sökuð um umfangsmikil mannréttindabrot á íbúum landsins. Þar á meðal eru þeir sakaðir um að reka fangabúðir þar sem komið er fram við fanga með grimmilegum hætti og að pynta íbúa landsins. Þeir segja þessar ásakanir kolrangar. Þetta er í fjórða sinn sem öryggisráðið fundar um ástand mannréttinda í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld Kína reynt að koma í veg fyrir þá alla. Kínverjar segja öryggisráðið ekki vera réttan vettvang til að ræða slíkt og tíminn væri ekki réttur þar sem svo mikil spenna væri á svæðinu. Tíu ríki kusu að þessu sinni að leyfa fundinn á meðan Kína, Rússland og Bólivía kusu gegn því. Eþíópía og Egyptaland sátu hjá. Minnst níu atkvæði þarf til að tryggja að fundir ráðsins fari fram. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að öryggisráðið ætti að ræða mannréttindi oftar og í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök. „Öll ríki sem geta ekki séð um íbúa sína sitja uppi með átök á endanum,“ sagði hún.
Norður-Kórea Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“