Séra Flóki flæktur í vafasaman jólasveinavef Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2017 15:23 Karen vill ekki tjá sig um málið en ef Flóki segir satt þá var hún hreinlega að skálda við hann viðtal árið 2005. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri hafni því alfarið að hafa nokkru sinni lýst því yfir að jólasveinninn væri ekki til. Heldur þvert á móti. „Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV,“ segir í Fréttablaðinu í gær. Ef svo er í pottinn búið stendur það að frétt DV frá 19. desember 2005, þar sem greint var frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til, sé hreinn og klár tilbúningur. Og blaðamaðurinn hafi hreinlega skáldað viðtal við Séra Flóka, og/eða lagt honum orð í mun, látið hann segja einhverja fjarstæðu sem hann aldrei sagði. En, í frétt DV er haft eftir honum:Frétt DV vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.„Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jólasveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað“ Karen Kjartansdóttir, sem nú er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins United Silicon, var blaðamaðurinn sem skrifaði umrædda frétt sem svo mikla athygli vakti. Hún vildi ekki tjá sig um málið, taldi alls ekki vert að skattyrðast við klerkinn um þetta einkennilega mál. En, ekki var annað á henni að skilja að fráleitt væri að láta sér til hugar koma að hún hafi hreinlega skáldað viðtal sem blaðamaður. Vart þarf að taka fram að þetta eru býsna alvarlegar ásakanir að setja fram. Þó með óbeinum hætti sé. Þá stenst það ekki sem Séra Flóki segir að DV hafa „ítrekað birt fréttir af málinu“. Eftir því sem næst verður komist voru þær fréttir einungis tvær. Fjölmiðlar Jól Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri hafni því alfarið að hafa nokkru sinni lýst því yfir að jólasveinninn væri ekki til. Heldur þvert á móti. „Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV,“ segir í Fréttablaðinu í gær. Ef svo er í pottinn búið stendur það að frétt DV frá 19. desember 2005, þar sem greint var frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til, sé hreinn og klár tilbúningur. Og blaðamaðurinn hafi hreinlega skáldað viðtal við Séra Flóka, og/eða lagt honum orð í mun, látið hann segja einhverja fjarstæðu sem hann aldrei sagði. En, í frétt DV er haft eftir honum:Frétt DV vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.„Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jólasveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað“ Karen Kjartansdóttir, sem nú er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins United Silicon, var blaðamaðurinn sem skrifaði umrædda frétt sem svo mikla athygli vakti. Hún vildi ekki tjá sig um málið, taldi alls ekki vert að skattyrðast við klerkinn um þetta einkennilega mál. En, ekki var annað á henni að skilja að fráleitt væri að láta sér til hugar koma að hún hafi hreinlega skáldað viðtal sem blaðamaður. Vart þarf að taka fram að þetta eru býsna alvarlegar ásakanir að setja fram. Þó með óbeinum hætti sé. Þá stenst það ekki sem Séra Flóki segir að DV hafa „ítrekað birt fréttir af málinu“. Eftir því sem næst verður komist voru þær fréttir einungis tvær.
Fjölmiðlar Jól Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00