Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Flóki Kristinsson, Elínborg Sturludóttir, Geir Waage. „Það vill nú svo til að ég rakst á þetta um daginn þegar ég var að raða blöðum hjá mér og var með blaðið hérna fyrir framan mig,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri. Frétt DV frá 19. desember 2005 hristi verulega upp í fólki á sínum tíma. Þar var greint frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til. Foreldrar sem tjáðu sig við blaðið á sínum tíma voru ósáttir við þessa afhjúpun. Flóki harðneitar því að hann hafi verið í krossferð gegn jólasveininum. Hann segir að þarna hafi verið sjö krakkar í 1. bekk grunnskóla sem voru nýkomin úr útiveru að þrátta um tilvist jólasveinsins. „Það var þarna strákur sem gafst upp fyrir þessum andmælum og spurði mig hvort jólasveinninn væri til. Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV.„Þetta var síðan bara sjatlað á fundi innan skólans. Ég einhvern veginn hafði ekki geð í mér til þess að vera að hafa mig í frammi út af þessu. Þetta varð síðan til þess að ég lét af störfum sem kennari,“ segir Flóki, sem starfar enn sem sóknarprestur á Hvanneyri. Hann segir DV hafa ítrekað birt fréttir af málinu. Nokkrum árum áður en frásögnin um afhjúpun Flóka birtist í DV höfðu fjölmiðlar sagt frá skoðanaskiptum hans við Jón heitinn Stefánsson organista í Langholtskirkju um staðsetningu á kirkjuorgelinu þar. „Fólki hefur þótt ég liggja vel við höggi eftir að hafa lent í þessu Langholtsmáli sem svo var kallað,“ segir hann. Flóki segir að sér hafi þótt Langholtsmálið mjög sárt á sínum tíma. „Svo bættist þetta við. En ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir hann og segist ekki vita hvernig hann eigi að svara til þegar hann er spurður hvort hann sé sáttur við hlutskipti sitt í dag. „Svona fer lífið stundum,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Það vill nú svo til að ég rakst á þetta um daginn þegar ég var að raða blöðum hjá mér og var með blaðið hérna fyrir framan mig,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri. Frétt DV frá 19. desember 2005 hristi verulega upp í fólki á sínum tíma. Þar var greint frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til. Foreldrar sem tjáðu sig við blaðið á sínum tíma voru ósáttir við þessa afhjúpun. Flóki harðneitar því að hann hafi verið í krossferð gegn jólasveininum. Hann segir að þarna hafi verið sjö krakkar í 1. bekk grunnskóla sem voru nýkomin úr útiveru að þrátta um tilvist jólasveinsins. „Það var þarna strákur sem gafst upp fyrir þessum andmælum og spurði mig hvort jólasveinninn væri til. Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV.„Þetta var síðan bara sjatlað á fundi innan skólans. Ég einhvern veginn hafði ekki geð í mér til þess að vera að hafa mig í frammi út af þessu. Þetta varð síðan til þess að ég lét af störfum sem kennari,“ segir Flóki, sem starfar enn sem sóknarprestur á Hvanneyri. Hann segir DV hafa ítrekað birt fréttir af málinu. Nokkrum árum áður en frásögnin um afhjúpun Flóka birtist í DV höfðu fjölmiðlar sagt frá skoðanaskiptum hans við Jón heitinn Stefánsson organista í Langholtskirkju um staðsetningu á kirkjuorgelinu þar. „Fólki hefur þótt ég liggja vel við höggi eftir að hafa lent í þessu Langholtsmáli sem svo var kallað,“ segir hann. Flóki segir að sér hafi þótt Langholtsmálið mjög sárt á sínum tíma. „Svo bættist þetta við. En ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir hann og segist ekki vita hvernig hann eigi að svara til þegar hann er spurður hvort hann sé sáttur við hlutskipti sitt í dag. „Svona fer lífið stundum,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira