Jón Daði og félagar unnu Sunderland

Dagur Lárusson skrifar
Modou Barrow skoraði tvö
Modou Barrow skoraði tvö vísir/getty
Átta leikir fóru fram í ensku Championship deildinni í dag en eini Íslendingurinn sem var í eldlínunni var Jón Daði Böðvarsson en hann byrjaði á bekknum í sigri Reading gegn Sunderland.

Öll mörk leiksins litu dagsins ljóst í seinni hálfleiknum en fyrsta markið skoraði David Edwardws á 53. mínútu og staðan orðin 1-0 fyrir Reading. Modou Barrow skoraði síðan tvö mörk á stuttu millibili og kom Reading í 3-0.

Sunderland klóruðu síðan í bakkann undir lokin með því að skora úr vítaspyrnu en nær komust þeir ekki og lokatölur því 3-1. Jón Daði Böðvarsson kom inná fyrir Reading í uppbótartíma.

Annarsstaðar fóru leikirnir m.a. þannig að Bolton bar sigurorð á Barnsley, Brentford sigraði Fulham og Sheffield Wednesday og Hull City skildu jöfn.

Úrslit dagsins:

Bolton 3-1 Barnsley

Brentford 3-1 Fulham

Derby 1-0 Burton Albion

Ipswich 4-2 Nottingham Forrest

Milwall 3-1 Sheffield United

Preston 1-0 QPR

Sheffield Wednesday 2-2 Hull City

Sunderland 1-3 Reading

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira