Enski boltinn

Ryan Taylor: Ég spilaði bara minn leik

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Ryan Taylor var duglegur að koma sér á vítalínuna.
Ryan Taylor var duglegur að koma sér á vítalínuna. vísir/ernir
Ryan Taylor var besti maður vallarins þegar ÍR vann Grindavík, 97-90, í kvöld. Hann var sammála blaðamanni að þetta hafi verið besti leikur hans í ÍR treyjunni.

„Ég spilaði bara minn leik og sem betur fer gekk allt upp hjá mér. Skotin mín voru að detta niður, ég komst oft á vítalínuna og fann samherja mína,“ sagði Taylor.

„Það var gott að komast aftur út á völlinn eftir þessa pásu og það var smá eins og deildin væri að byrja aftur.“

Þrátt fyrir að ÍR séu nú á toppi deildarinnar er Ryan ekkert að missa sig í gleðinni.

„Mér líður að sjálfsögðu vel eftir þennan leik. Mér gekk vel og liðinu líka, en þetta er langt tímabil og nóg af leikjum eftir,“ sagði Taylor.

„Við verðum að halda áfram og passa okkur að fara ekki of hátt upp og halda að þetta sé komið. Næsti leikur er á fimmtudaginn og við verðum að spila jafn vel þá.“

vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×