Leiðtogaskipti kunna að skapa ný vandamál fyrir Merkel Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2017 15:32 Horst Seehofer og Markus Söder fyrr í dag. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari kann að standa frammi fyrir nýjum vandamálum, nú þegar hún vinnur að því að koma saman nýrri ríkisstjórn í landinu. CSU, systurflokkur flokks Merkel, CDU, virðist vera á leið lengra til hægri á sama tíma og Jafnaðarmenn (SPD) hafa lagt fram nýjar kröfur fyrir fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna. Flokkur Merkel, CDU, hefur lengi átt í samstarfi við CSU, flokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Nú er ljóst að Horst Seehofer, leiðtogi CSU, mun stíga til hliðar og segja þýskir fjölmiðlar að Markus Söder, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Bæjaralands, muni taka við keflinu sem leiðtogi flokksins. Líkt og CDU og SPD þá missti CSU mikið fylgi í þýsku þingkosningunum sem fram fóru 24. september. Söder mun nú leiða flokkinn og er ekki útilokað að leiðtogaskiptin kunni að skapa vandræði við myndun nýrrar stjórnar.Deilt um innflytjendamál Líklegt þykir að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Söder hefur áður sagt að hann geti ekki ímyndað sér að mynda nýja stjórn með CDU ef ekki verði dregið hressilega úr fjölda flóttamanna til landsins. Margir kjósendur CSU ákváðu að kjósa hægripopúlistaflokkinn AfD í kosningunum í september og var Seehofer að stórum hluta kennt um slæma niðurstöðu flokksins. Vildu margir meina að hann hefði átt að þrýsta meira á Merkel að takmarka straum flóttamanna til landsins. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn kanna nú möguleikann á að framlengja stjórnarsamstarf flokkanna eftir að Jafnaðarmann höfðu áður útilokað stjórnarþátttöku í kjölfar þess að hafa beðið afhroð í kosningunum. Jafnaðarmenn, með Martin Schulz í broddi fylkingar, hefur kynnt nokkrar hugmyndir Jafnaðarmanna sem flestar ganga þvert á þau stjórnmál sem Söder hefur boðað. Kristilegir demókratar (CDU, CSU) reyndu eftir kosningar að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Græningjum en þær viðræður sigldu í strand. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57 Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari kann að standa frammi fyrir nýjum vandamálum, nú þegar hún vinnur að því að koma saman nýrri ríkisstjórn í landinu. CSU, systurflokkur flokks Merkel, CDU, virðist vera á leið lengra til hægri á sama tíma og Jafnaðarmenn (SPD) hafa lagt fram nýjar kröfur fyrir fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna. Flokkur Merkel, CDU, hefur lengi átt í samstarfi við CSU, flokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Nú er ljóst að Horst Seehofer, leiðtogi CSU, mun stíga til hliðar og segja þýskir fjölmiðlar að Markus Söder, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Bæjaralands, muni taka við keflinu sem leiðtogi flokksins. Líkt og CDU og SPD þá missti CSU mikið fylgi í þýsku þingkosningunum sem fram fóru 24. september. Söder mun nú leiða flokkinn og er ekki útilokað að leiðtogaskiptin kunni að skapa vandræði við myndun nýrrar stjórnar.Deilt um innflytjendamál Líklegt þykir að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Söder hefur áður sagt að hann geti ekki ímyndað sér að mynda nýja stjórn með CDU ef ekki verði dregið hressilega úr fjölda flóttamanna til landsins. Margir kjósendur CSU ákváðu að kjósa hægripopúlistaflokkinn AfD í kosningunum í september og var Seehofer að stórum hluta kennt um slæma niðurstöðu flokksins. Vildu margir meina að hann hefði átt að þrýsta meira á Merkel að takmarka straum flóttamanna til landsins. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn kanna nú möguleikann á að framlengja stjórnarsamstarf flokkanna eftir að Jafnaðarmann höfðu áður útilokað stjórnarþátttöku í kjölfar þess að hafa beðið afhroð í kosningunum. Jafnaðarmenn, með Martin Schulz í broddi fylkingar, hefur kynnt nokkrar hugmyndir Jafnaðarmanna sem flestar ganga þvert á þau stjórnmál sem Söder hefur boðað. Kristilegir demókratar (CDU, CSU) reyndu eftir kosningar að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Græningjum en þær viðræður sigldu í strand.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57 Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57
Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila