Erlent

Þingmenn Demókrata hvetja Franken til afsagnar

Atli Ísleifsson skrifar
Al Franken hefur átt sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 2009.
Al Franken hefur átt sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 2009. Vísir/AFP
Rúmur helmingur öldungadeildarþingmanna Demókrata á Bandaríkjaþingi hafa skorað á öldungadeildarþingmanninn Al Franken að segja af sér þingmennsku. Fjöldi kvenna hefur á síðustu vikum sakað Franken um að hafa áreitt sig kynferðislega.

Í hóp þingmanna Demókrata sem hafa skorað á Franken er leiðtogi Demókrata á þinginu, Chuck Schumer. Í yfirlýsingum um þrjátíu þingmanna er Franken hvattur til að „stíga tafarlaust til hliðar“.

Útvarpskonan Leeann Tweeden sakaði Franken fyrir um mánuði að hafa áreitt sig kynferðislega í ferð til Afganistan árið 2006. Franken, sem á þeim tíma var vinsæll grínisti og útvarpsmaður, var í Afganistan ásamt Tweeden til að skemmta bandarískum hermönnum.

Franken hefur beðist afsökunar á málinu, en nú hafa sex konur til viðbótar sakað þingmanninn um ósæmilega hegðun. Hann neitar sumum ásökununum.

Franken er þingmaður Minnesota og hefur átt sæti á þingi frá árinu 2009.

BBC hefur eftir talsmanni Franken að reikna megi við viðbrögðum frá þingmanninum í dag.


Tengdar fréttir

Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum

Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×