Ætlar ekki að segja af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 23:34 Al Franken, þingmaður Demókrata. Vísir/Getty Bandaríski þingmaðurinn Al Franken ætlar ekki að segja af sér en sagðist þó skammast sín fyrir hegðun sína en hann hefur verið sakaður um að káfa á konum og snerta þær á óviðeigandi hátt. Franken er Demókrati og hefur verið þingmaður Minnesota-fylkis frá árinu 2009. Hann veitti blaðamönnum viðtal fyrr í dag, það fyrsta frá því ásakanirnar litu dagsins ljós, þar sem hann sagðist hlakka til að snúa aftur til vinnu á mánudag. „Ég skammast mín. Ég hef brugðist mörgum og vonast til að geta bætt það upp og unnið mér traust þeirra aftur,“ sagði Franken við Minneapolis Star Tribune. Franken var ósáttur við að vera borinn saman við Repúblikann Roy Moore sem hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð táningsstúlkna fyrir nokkrum áratugum síðan. „Ég mun axla ábyrgð. Ég mun þurfa að svara fyrir siðanefnd,“ sagði Franken en hegðun annars er til rannsóknar hjá siðanefnd bandaríska þingsins. „Vonandi verður mín rödd í þessu máli að gagni. Ég virði konur. Það sem pirrar mig er að þetta gefur fólki ástæðu til að trúa því að ég virði ekki konur.“ Hann sagðist ekki hafa íhugað afsögn og sagðist ætla að vera afar samvinnuþýður þegar kemur að störfum siðanefndarinnar. Útvarpskonan Leann Tweeden var sú fyrsta til að saka Franken um kynferðislega áreitni. Hún sagði FRanken hafa kysst hana gegn hennar vilja árið 2006 og þá náðist ljósmynd af því þegar hann var með hönd sína yfir bringu hennar á meðan hún svaf. Önnur kona, Lindsay Menz, sagði við fréttastofu CNN að Franken hefði snert á henni rassinn þegar þau voru mynduð saman árið 2010. Franken hefur beðið Tweeden afsökunar en segist ekki muna eftir atvikinu með Menz. Huffington Post birti ásakanir tveggja kvenna á hendur Franken sem sögðu hann hafa snert afturenda þeirra í tveimur aðskildum atvikum. Tengdar fréttir Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Al Franken ætlar ekki að segja af sér en sagðist þó skammast sín fyrir hegðun sína en hann hefur verið sakaður um að káfa á konum og snerta þær á óviðeigandi hátt. Franken er Demókrati og hefur verið þingmaður Minnesota-fylkis frá árinu 2009. Hann veitti blaðamönnum viðtal fyrr í dag, það fyrsta frá því ásakanirnar litu dagsins ljós, þar sem hann sagðist hlakka til að snúa aftur til vinnu á mánudag. „Ég skammast mín. Ég hef brugðist mörgum og vonast til að geta bætt það upp og unnið mér traust þeirra aftur,“ sagði Franken við Minneapolis Star Tribune. Franken var ósáttur við að vera borinn saman við Repúblikann Roy Moore sem hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð táningsstúlkna fyrir nokkrum áratugum síðan. „Ég mun axla ábyrgð. Ég mun þurfa að svara fyrir siðanefnd,“ sagði Franken en hegðun annars er til rannsóknar hjá siðanefnd bandaríska þingsins. „Vonandi verður mín rödd í þessu máli að gagni. Ég virði konur. Það sem pirrar mig er að þetta gefur fólki ástæðu til að trúa því að ég virði ekki konur.“ Hann sagðist ekki hafa íhugað afsögn og sagðist ætla að vera afar samvinnuþýður þegar kemur að störfum siðanefndarinnar. Útvarpskonan Leann Tweeden var sú fyrsta til að saka Franken um kynferðislega áreitni. Hún sagði FRanken hafa kysst hana gegn hennar vilja árið 2006 og þá náðist ljósmynd af því þegar hann var með hönd sína yfir bringu hennar á meðan hún svaf. Önnur kona, Lindsay Menz, sagði við fréttastofu CNN að Franken hefði snert á henni rassinn þegar þau voru mynduð saman árið 2010. Franken hefur beðið Tweeden afsökunar en segist ekki muna eftir atvikinu með Menz. Huffington Post birti ásakanir tveggja kvenna á hendur Franken sem sögðu hann hafa snert afturenda þeirra í tveimur aðskildum atvikum.
Tengdar fréttir Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07
Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15
Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent