Fagna því að gripið sé til aðgerða fyrir heimilislausa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2017 13:41 Sigrún Dóra og Kjartan eru þakklát fyrir að baráttan sé farin að skila árangri. Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson sem hafa barist fyrir réttindum heimilislausra og fátækra undanfarin misseri fagna þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg ætla að ráðast í til að leysa úr vanda þeirra sem eru heimilislausir. Kjartan, eða Kjarri eins og hann er jafnan kallaður, hefur búið í nokkra mánuði í tjaldi og undanfarið á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sigrún Dóra hefur einnig verið á hrakhólum en er nýbúin að fá framtíðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Þau vilja koma á framfæri þakklæti vegna aðgerðanna sem Reykjavíkurborg hefur boðað en eftir helgi fá fjórtán einstaklingar, sem meðal annar hafa búið á tjaldsvæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði í Víðinesi. Þá hefur borgin samþykkt að veita 60 milljóna króna viðbótarframlagi til stuðnings búsetu utangarðsfólks sem meðal annars verður nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar og í að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymsins.Stöð 2 ræddi við Kjartan í lok sumars en þá bjó hann í tjaldi í Hafnarfirði.„Við viljum bara koma á framfæri þakklæti fyrir að þessar aðgerðir,“ segir Sigrún Dóra og Kjarri tekur undir það. „Við erum bara mjög þakklát fyrir það að stjórnvöld og yfirvöld séu búin að opna augun og að þau ætli að sporna við heimilisleysi,“ segir Kjarri. Sigrún Dóra segir þau mjög glöð að sjá loksins aðgerðir og að barátta þeirra sé farin að skila árangri. „Þetta er búin að vera barátta hjá mér síðan í apríl, en þá missti ég síðasta fasta staðinn til að búa á, og við Kjarri tengjumst saman í millitíðinni. Við höfum bæði verið í þessari baráttu út af þessu ástandi og tókum höndum saman,“ segir Sigrún Dóra og bætir við: „Það hafa allir bent á aðra en það hefur ekkert verið gert og nú sjáum við loksins aðgerðirnar sem við höfum beðið eftir.“ Þau skora á önnur bæjarfélög að ráðast í svipaðar aðgerðir og Reykjavíkurborg og einnig að ríkið standi við bakið á þeim sveitarfélögum sem vilja leysa vanda heimilislausra.Ítarlega hefur verið fjallað um vanda heimilislausra í fréttum Stöðvar 2 undanfarið og má hér fyrir neðan sjá eina af þeim fréttum. Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson sem hafa barist fyrir réttindum heimilislausra og fátækra undanfarin misseri fagna þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg ætla að ráðast í til að leysa úr vanda þeirra sem eru heimilislausir. Kjartan, eða Kjarri eins og hann er jafnan kallaður, hefur búið í nokkra mánuði í tjaldi og undanfarið á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sigrún Dóra hefur einnig verið á hrakhólum en er nýbúin að fá framtíðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Þau vilja koma á framfæri þakklæti vegna aðgerðanna sem Reykjavíkurborg hefur boðað en eftir helgi fá fjórtán einstaklingar, sem meðal annar hafa búið á tjaldsvæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði í Víðinesi. Þá hefur borgin samþykkt að veita 60 milljóna króna viðbótarframlagi til stuðnings búsetu utangarðsfólks sem meðal annars verður nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar og í að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymsins.Stöð 2 ræddi við Kjartan í lok sumars en þá bjó hann í tjaldi í Hafnarfirði.„Við viljum bara koma á framfæri þakklæti fyrir að þessar aðgerðir,“ segir Sigrún Dóra og Kjarri tekur undir það. „Við erum bara mjög þakklát fyrir það að stjórnvöld og yfirvöld séu búin að opna augun og að þau ætli að sporna við heimilisleysi,“ segir Kjarri. Sigrún Dóra segir þau mjög glöð að sjá loksins aðgerðir og að barátta þeirra sé farin að skila árangri. „Þetta er búin að vera barátta hjá mér síðan í apríl, en þá missti ég síðasta fasta staðinn til að búa á, og við Kjarri tengjumst saman í millitíðinni. Við höfum bæði verið í þessari baráttu út af þessu ástandi og tókum höndum saman,“ segir Sigrún Dóra og bætir við: „Það hafa allir bent á aðra en það hefur ekkert verið gert og nú sjáum við loksins aðgerðirnar sem við höfum beðið eftir.“ Þau skora á önnur bæjarfélög að ráðast í svipaðar aðgerðir og Reykjavíkurborg og einnig að ríkið standi við bakið á þeim sveitarfélögum sem vilja leysa vanda heimilislausra.Ítarlega hefur verið fjallað um vanda heimilislausra í fréttum Stöðvar 2 undanfarið og má hér fyrir neðan sjá eina af þeim fréttum.
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00