Fagna því að gripið sé til aðgerða fyrir heimilislausa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2017 13:41 Sigrún Dóra og Kjartan eru þakklát fyrir að baráttan sé farin að skila árangri. Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson sem hafa barist fyrir réttindum heimilislausra og fátækra undanfarin misseri fagna þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg ætla að ráðast í til að leysa úr vanda þeirra sem eru heimilislausir. Kjartan, eða Kjarri eins og hann er jafnan kallaður, hefur búið í nokkra mánuði í tjaldi og undanfarið á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sigrún Dóra hefur einnig verið á hrakhólum en er nýbúin að fá framtíðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Þau vilja koma á framfæri þakklæti vegna aðgerðanna sem Reykjavíkurborg hefur boðað en eftir helgi fá fjórtán einstaklingar, sem meðal annar hafa búið á tjaldsvæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði í Víðinesi. Þá hefur borgin samþykkt að veita 60 milljóna króna viðbótarframlagi til stuðnings búsetu utangarðsfólks sem meðal annars verður nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar og í að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymsins.Stöð 2 ræddi við Kjartan í lok sumars en þá bjó hann í tjaldi í Hafnarfirði.„Við viljum bara koma á framfæri þakklæti fyrir að þessar aðgerðir,“ segir Sigrún Dóra og Kjarri tekur undir það. „Við erum bara mjög þakklát fyrir það að stjórnvöld og yfirvöld séu búin að opna augun og að þau ætli að sporna við heimilisleysi,“ segir Kjarri. Sigrún Dóra segir þau mjög glöð að sjá loksins aðgerðir og að barátta þeirra sé farin að skila árangri. „Þetta er búin að vera barátta hjá mér síðan í apríl, en þá missti ég síðasta fasta staðinn til að búa á, og við Kjarri tengjumst saman í millitíðinni. Við höfum bæði verið í þessari baráttu út af þessu ástandi og tókum höndum saman,“ segir Sigrún Dóra og bætir við: „Það hafa allir bent á aðra en það hefur ekkert verið gert og nú sjáum við loksins aðgerðirnar sem við höfum beðið eftir.“ Þau skora á önnur bæjarfélög að ráðast í svipaðar aðgerðir og Reykjavíkurborg og einnig að ríkið standi við bakið á þeim sveitarfélögum sem vilja leysa vanda heimilislausra.Ítarlega hefur verið fjallað um vanda heimilislausra í fréttum Stöðvar 2 undanfarið og má hér fyrir neðan sjá eina af þeim fréttum. Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson sem hafa barist fyrir réttindum heimilislausra og fátækra undanfarin misseri fagna þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg ætla að ráðast í til að leysa úr vanda þeirra sem eru heimilislausir. Kjartan, eða Kjarri eins og hann er jafnan kallaður, hefur búið í nokkra mánuði í tjaldi og undanfarið á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sigrún Dóra hefur einnig verið á hrakhólum en er nýbúin að fá framtíðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Þau vilja koma á framfæri þakklæti vegna aðgerðanna sem Reykjavíkurborg hefur boðað en eftir helgi fá fjórtán einstaklingar, sem meðal annar hafa búið á tjaldsvæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði í Víðinesi. Þá hefur borgin samþykkt að veita 60 milljóna króna viðbótarframlagi til stuðnings búsetu utangarðsfólks sem meðal annars verður nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar og í að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymsins.Stöð 2 ræddi við Kjartan í lok sumars en þá bjó hann í tjaldi í Hafnarfirði.„Við viljum bara koma á framfæri þakklæti fyrir að þessar aðgerðir,“ segir Sigrún Dóra og Kjarri tekur undir það. „Við erum bara mjög þakklát fyrir það að stjórnvöld og yfirvöld séu búin að opna augun og að þau ætli að sporna við heimilisleysi,“ segir Kjarri. Sigrún Dóra segir þau mjög glöð að sjá loksins aðgerðir og að barátta þeirra sé farin að skila árangri. „Þetta er búin að vera barátta hjá mér síðan í apríl, en þá missti ég síðasta fasta staðinn til að búa á, og við Kjarri tengjumst saman í millitíðinni. Við höfum bæði verið í þessari baráttu út af þessu ástandi og tókum höndum saman,“ segir Sigrún Dóra og bætir við: „Það hafa allir bent á aðra en það hefur ekkert verið gert og nú sjáum við loksins aðgerðirnar sem við höfum beðið eftir.“ Þau skora á önnur bæjarfélög að ráðast í svipaðar aðgerðir og Reykjavíkurborg og einnig að ríkið standi við bakið á þeim sveitarfélögum sem vilja leysa vanda heimilislausra.Ítarlega hefur verið fjallað um vanda heimilislausra í fréttum Stöðvar 2 undanfarið og má hér fyrir neðan sjá eina af þeim fréttum.
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00