Erlent

Sobral kominn með nýtt hjarta

Birgir Olgeirsson skrifar
Salvador Sobral.
Salvador Sobral. Vísir/EPA
Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral gekkst nýverið undir hjartaígræðslu og heilsast vel að því er fram kemur á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC.

Aðgerðin var framkvæmd á Santa Cruz-sjúkrahúsinu í höfuðborg Portúgal, Lissabon í gær.

Greint var frá því í september síðastliðnum að Sobral væri þungt haldinn eftir að honum var flýtt undir læknishendur. Þessi 27 ára gamli söngvari hafði glímt við hjartasjúkdóm en hann hafði beðið eftir hjartaígræðslu í nokkra mánuði.

„Hann var vel undirbúinn. Hann er ungur maður sem áttaði sig á þeim erfiðleikum sem myndu fylgja þessari aðgerð,“ er haft eftir skurðlækni hans á vef BBC sem segir að endurhæfingin muni taka þó nokkurn tíma.

Hann vann söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fyrr í ár með laginu Amar Pelos Dios sem hann samdi ásamt systur sinni Luísa Sobral. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi.


Tengdar fréttir

Salvador Sobral þungt haldinn á gjörgæslu

Siguvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er sagður í "kapphlaupi við tímann“ en honum þurfti að koma í flýti undir læknishendur í síðustu viku.

Svona kusu Íslendingar

Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×