Erlent

Borat býðst til að borga sektirnar

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Samsett mynd af Cohen í gervi Borats og ferðamönnunum sex.
Samsett mynd af Cohen í gervi Borats og ferðamönnunum sex. mynd/samsett

Leikarinn Sacha Baron Cohen hefur boðist til þess að greiða sektir sex tékkneskra ferðamanna sem klæddu sig í sundskýlur líkt og kvikmyndapersónan Borat. Atvikið átti sér stað í höfuðborg Kasakstan, Astana, í síðustu viku.

Cohen gaf Borat líf í kvikmynd frá 2006, en hún fjallar um einfaldan fréttamann frá Kasakstan sem leggur leið sína til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að kynna sér menninguna þar í landi.

Cohen gaf þetta út á Facebook síðu sinni, en þar sagðist hann vera tilbúinn að greiða sektirnar sem mönnunum voru afhentar myndu þeir senda póst á netfangið arrestedforwearingyourmankini@gmail.com með sönnunum.

Persónan Borat er mjög umdeild í Kasaktstan en yfirvöld þar í landi hótuðu að höfða mál gegn Cohen fyrir að móðga þjóðina. Utanríkisráðherra Kasakstan þakkaði Cohen seinna meir fyrir að hafa aukið ferðamannaflæði til landsins.

Sektin nemur um sjö þúsund krónum á hvern ferðamann en samanlögð upphæð sexmenninganna ætti ekki að reynast Cohen þung byrði en í fyrra var hann metinn á um 105 milljónir punda.

Hér að neðan má sjá Facebook færslu Cohen.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.