Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 23:34 Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri. vísir/stefán Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. Hvetur hann hana til að huga að ímynd sinni. Ragnar deilir myndinni á Facebook-síðu sinni í kvöld með eftirfarandi texta: „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem ,,prófílmynd” á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Ekki verður annað sagt en að færsla Ragnars, sem sjá má neðst í fréttinni, hafi vakið mikil viðbrögð en Áslaug Arna er ein hundraða kvenna sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Áskorunin var send fjölmiðlum í kvöld og Áslaug ræddi málið nánar í Kastljósi ásamt þeim Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar og borgarfulltrúa, og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins. Er það umræðan sem Ragnar vísar í en honum er svarað fullum hálsi í athugasemdum við færsluna, meðal annars af Áslaugu sjálfri sem spyr hann hreint út hvað hann sé að meina.„Gætir þú skrifað handa mér reglur um útlit stjórnmálakvenna“ Ragnar bendir henni á að leita ráða hjá almannatengli og svo hvetur hann Áslaugu til að hugsa um þá ímynd sem hún vill hafa. Áslaug svarar honum: „Ok og þú ert þá að segja að útaf þessari mynd þá má ég ekki ræða opinskátt um það vandamál sem kynferðisleg áreitni er?“ Ragnar segir þá að myndin sé umhugsunarefnið, ekki það sem hún sagði í Kastljósinu. „Okay myndin er semsagt vandamálið. Gætir þú skrifað handa mér reglur um útlit stjórnmálakvenna, svona almennt - klæðaburður, pósur og hárgreiðsla t.d.,“ svarar Áslaug þá um hæl og aftur hvetur Ragnar hana þá til að hugsa um ímynd sína. „Ég á ekki í neinum vandræðum með mig. Þú virðist vilja að ég sé öðruvísi en ég er, 26 ára kona á þingi. Viltu ekki bara segja hreint út það sem þú meinar, í stað þess að koma með hálfkveðnar vísur,“ segir Áslaug. Fjöldi annarra hefur tjáð sig við færslu Ragnars, þar á meðal Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sem segir: „Þetta er mynd af ungri konu. Það er nákvæmlega ekkert athugavert við myndina. Það að gefa í skyn að Áslaug sé að bjóða kynferðislegri áreitni heim með því að birta mynd af sér sem þér finnst ekki viðeigandi að þátttakendur í stjórnmálum noti til að kynna sig sýnir svart á hvítu að þú ert vandamálið Ragnar, ekki hún. Þetta viðhorf þitt er nákvæmlega það sem konur í stjórnmálum eru að gagnrýna. Ein ástæða þess að þær þrífast verr í karlægu umhverfi þeirra. Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim. Þetta er skammarlegt viðhorf.“ Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Fengið að heyra að hún hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til að komast til metorða í stjórnmálum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið kynferðislegar athugasemdir vegna starfs síns sem stjórnmálamaður. 21. nóvember 2017 21:26 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. Hvetur hann hana til að huga að ímynd sinni. Ragnar deilir myndinni á Facebook-síðu sinni í kvöld með eftirfarandi texta: „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem ,,prófílmynd” á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Ekki verður annað sagt en að færsla Ragnars, sem sjá má neðst í fréttinni, hafi vakið mikil viðbrögð en Áslaug Arna er ein hundraða kvenna sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Áskorunin var send fjölmiðlum í kvöld og Áslaug ræddi málið nánar í Kastljósi ásamt þeim Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar og borgarfulltrúa, og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins. Er það umræðan sem Ragnar vísar í en honum er svarað fullum hálsi í athugasemdum við færsluna, meðal annars af Áslaugu sjálfri sem spyr hann hreint út hvað hann sé að meina.„Gætir þú skrifað handa mér reglur um útlit stjórnmálakvenna“ Ragnar bendir henni á að leita ráða hjá almannatengli og svo hvetur hann Áslaugu til að hugsa um þá ímynd sem hún vill hafa. Áslaug svarar honum: „Ok og þú ert þá að segja að útaf þessari mynd þá má ég ekki ræða opinskátt um það vandamál sem kynferðisleg áreitni er?“ Ragnar segir þá að myndin sé umhugsunarefnið, ekki það sem hún sagði í Kastljósinu. „Okay myndin er semsagt vandamálið. Gætir þú skrifað handa mér reglur um útlit stjórnmálakvenna, svona almennt - klæðaburður, pósur og hárgreiðsla t.d.,“ svarar Áslaug þá um hæl og aftur hvetur Ragnar hana þá til að hugsa um ímynd sína. „Ég á ekki í neinum vandræðum með mig. Þú virðist vilja að ég sé öðruvísi en ég er, 26 ára kona á þingi. Viltu ekki bara segja hreint út það sem þú meinar, í stað þess að koma með hálfkveðnar vísur,“ segir Áslaug. Fjöldi annarra hefur tjáð sig við færslu Ragnars, þar á meðal Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sem segir: „Þetta er mynd af ungri konu. Það er nákvæmlega ekkert athugavert við myndina. Það að gefa í skyn að Áslaug sé að bjóða kynferðislegri áreitni heim með því að birta mynd af sér sem þér finnst ekki viðeigandi að þátttakendur í stjórnmálum noti til að kynna sig sýnir svart á hvítu að þú ert vandamálið Ragnar, ekki hún. Þetta viðhorf þitt er nákvæmlega það sem konur í stjórnmálum eru að gagnrýna. Ein ástæða þess að þær þrífast verr í karlægu umhverfi þeirra. Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim. Þetta er skammarlegt viðhorf.“
Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Fengið að heyra að hún hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til að komast til metorða í stjórnmálum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið kynferðislegar athugasemdir vegna starfs síns sem stjórnmálamaður. 21. nóvember 2017 21:26 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24
Fengið að heyra að hún hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til að komast til metorða í stjórnmálum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið kynferðislegar athugasemdir vegna starfs síns sem stjórnmálamaður. 21. nóvember 2017 21:26