Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 23:34 Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri. vísir/stefán Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. Hvetur hann hana til að huga að ímynd sinni. Ragnar deilir myndinni á Facebook-síðu sinni í kvöld með eftirfarandi texta: „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem ,,prófílmynd” á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Ekki verður annað sagt en að færsla Ragnars, sem sjá má neðst í fréttinni, hafi vakið mikil viðbrögð en Áslaug Arna er ein hundraða kvenna sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Áskorunin var send fjölmiðlum í kvöld og Áslaug ræddi málið nánar í Kastljósi ásamt þeim Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar og borgarfulltrúa, og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins. Er það umræðan sem Ragnar vísar í en honum er svarað fullum hálsi í athugasemdum við færsluna, meðal annars af Áslaugu sjálfri sem spyr hann hreint út hvað hann sé að meina.„Gætir þú skrifað handa mér reglur um útlit stjórnmálakvenna“ Ragnar bendir henni á að leita ráða hjá almannatengli og svo hvetur hann Áslaugu til að hugsa um þá ímynd sem hún vill hafa. Áslaug svarar honum: „Ok og þú ert þá að segja að útaf þessari mynd þá má ég ekki ræða opinskátt um það vandamál sem kynferðisleg áreitni er?“ Ragnar segir þá að myndin sé umhugsunarefnið, ekki það sem hún sagði í Kastljósinu. „Okay myndin er semsagt vandamálið. Gætir þú skrifað handa mér reglur um útlit stjórnmálakvenna, svona almennt - klæðaburður, pósur og hárgreiðsla t.d.,“ svarar Áslaug þá um hæl og aftur hvetur Ragnar hana þá til að hugsa um ímynd sína. „Ég á ekki í neinum vandræðum með mig. Þú virðist vilja að ég sé öðruvísi en ég er, 26 ára kona á þingi. Viltu ekki bara segja hreint út það sem þú meinar, í stað þess að koma með hálfkveðnar vísur,“ segir Áslaug. Fjöldi annarra hefur tjáð sig við færslu Ragnars, þar á meðal Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sem segir: „Þetta er mynd af ungri konu. Það er nákvæmlega ekkert athugavert við myndina. Það að gefa í skyn að Áslaug sé að bjóða kynferðislegri áreitni heim með því að birta mynd af sér sem þér finnst ekki viðeigandi að þátttakendur í stjórnmálum noti til að kynna sig sýnir svart á hvítu að þú ert vandamálið Ragnar, ekki hún. Þetta viðhorf þitt er nákvæmlega það sem konur í stjórnmálum eru að gagnrýna. Ein ástæða þess að þær þrífast verr í karlægu umhverfi þeirra. Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim. Þetta er skammarlegt viðhorf.“ Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Fengið að heyra að hún hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til að komast til metorða í stjórnmálum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið kynferðislegar athugasemdir vegna starfs síns sem stjórnmálamaður. 21. nóvember 2017 21:26 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. Hvetur hann hana til að huga að ímynd sinni. Ragnar deilir myndinni á Facebook-síðu sinni í kvöld með eftirfarandi texta: „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem ,,prófílmynd” á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Ekki verður annað sagt en að færsla Ragnars, sem sjá má neðst í fréttinni, hafi vakið mikil viðbrögð en Áslaug Arna er ein hundraða kvenna sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Áskorunin var send fjölmiðlum í kvöld og Áslaug ræddi málið nánar í Kastljósi ásamt þeim Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar og borgarfulltrúa, og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins. Er það umræðan sem Ragnar vísar í en honum er svarað fullum hálsi í athugasemdum við færsluna, meðal annars af Áslaugu sjálfri sem spyr hann hreint út hvað hann sé að meina.„Gætir þú skrifað handa mér reglur um útlit stjórnmálakvenna“ Ragnar bendir henni á að leita ráða hjá almannatengli og svo hvetur hann Áslaugu til að hugsa um þá ímynd sem hún vill hafa. Áslaug svarar honum: „Ok og þú ert þá að segja að útaf þessari mynd þá má ég ekki ræða opinskátt um það vandamál sem kynferðisleg áreitni er?“ Ragnar segir þá að myndin sé umhugsunarefnið, ekki það sem hún sagði í Kastljósinu. „Okay myndin er semsagt vandamálið. Gætir þú skrifað handa mér reglur um útlit stjórnmálakvenna, svona almennt - klæðaburður, pósur og hárgreiðsla t.d.,“ svarar Áslaug þá um hæl og aftur hvetur Ragnar hana þá til að hugsa um ímynd sína. „Ég á ekki í neinum vandræðum með mig. Þú virðist vilja að ég sé öðruvísi en ég er, 26 ára kona á þingi. Viltu ekki bara segja hreint út það sem þú meinar, í stað þess að koma með hálfkveðnar vísur,“ segir Áslaug. Fjöldi annarra hefur tjáð sig við færslu Ragnars, þar á meðal Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sem segir: „Þetta er mynd af ungri konu. Það er nákvæmlega ekkert athugavert við myndina. Það að gefa í skyn að Áslaug sé að bjóða kynferðislegri áreitni heim með því að birta mynd af sér sem þér finnst ekki viðeigandi að þátttakendur í stjórnmálum noti til að kynna sig sýnir svart á hvítu að þú ert vandamálið Ragnar, ekki hún. Þetta viðhorf þitt er nákvæmlega það sem konur í stjórnmálum eru að gagnrýna. Ein ástæða þess að þær þrífast verr í karlægu umhverfi þeirra. Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim. Þetta er skammarlegt viðhorf.“
Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Fengið að heyra að hún hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til að komast til metorða í stjórnmálum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið kynferðislegar athugasemdir vegna starfs síns sem stjórnmálamaður. 21. nóvember 2017 21:26 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24
Fengið að heyra að hún hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til að komast til metorða í stjórnmálum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið kynferðislegar athugasemdir vegna starfs síns sem stjórnmálamaður. 21. nóvember 2017 21:26