Mladic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 11:42 Ratko Mladic í dómsal árið 2011. Vísir/Getty Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) hefur dæmt Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu og aðild að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal hefur Mladic verið dæmdur fyrir þjóðarmorðið í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslímskir karlar og drengir voru drepnir.Hinn 75 ára gamli Mladic, sem gekk undir nafninu „Slátrari Bosníu“, hefur alla tíð neitað sök.Vísir/GraphicNewsMladic var einnig dæmdur fyrir þriggja ára umsátrið um Sarajevo þar sem rúmlega tíu þúsund manns dóu. Skömmu áður en úrskurður dómstólsins var lesinn upp var Mladic vísað úr dómsal eftir að hann öskraði á dómarana þrjá. Lögmaður hans hafði beðið um að dómsuppkvaðningunni yrði frestað þar sem blóðþrýstingur Mladic væri mjög hár. Það var ekki samþykkt.Samkvæmt AP fréttaveitunni brutust út mikil fagnaðarlæti meðal mæðra fórnarlamba Srebrenica fjöldamorðsins. Þá brutust út smávægileg slagsmál í salnum.Sonur Mladic sagði að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart. Hann sagði dómstólinn hafa verið gegn föður sínum frá upphafi. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Mál Mladic er það síðasta sem verður lagt fyrir dómstólinn. Alls hafa 84 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir. Bosnía og Hersegóvína Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) hefur dæmt Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu og aðild að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal hefur Mladic verið dæmdur fyrir þjóðarmorðið í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslímskir karlar og drengir voru drepnir.Hinn 75 ára gamli Mladic, sem gekk undir nafninu „Slátrari Bosníu“, hefur alla tíð neitað sök.Vísir/GraphicNewsMladic var einnig dæmdur fyrir þriggja ára umsátrið um Sarajevo þar sem rúmlega tíu þúsund manns dóu. Skömmu áður en úrskurður dómstólsins var lesinn upp var Mladic vísað úr dómsal eftir að hann öskraði á dómarana þrjá. Lögmaður hans hafði beðið um að dómsuppkvaðningunni yrði frestað þar sem blóðþrýstingur Mladic væri mjög hár. Það var ekki samþykkt.Samkvæmt AP fréttaveitunni brutust út mikil fagnaðarlæti meðal mæðra fórnarlamba Srebrenica fjöldamorðsins. Þá brutust út smávægileg slagsmál í salnum.Sonur Mladic sagði að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart. Hann sagði dómstólinn hafa verið gegn föður sínum frá upphafi. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Mál Mladic er það síðasta sem verður lagt fyrir dómstólinn. Alls hafa 84 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir.
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira