Brotist inn til foreldra Höskuldar: Kom upp reiði sem ég hef aldrei kynnst áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 11:15 Höskuldur Gunnlaugsson í leik með Breiðabliki. vísir/andri marinó Höskuldur Gunnlaugsson segir frá innbroti á heimili fjölskyldu hans í Kópavogi á Facebook-síðu sinni en Vísir hafði áður greint frá atvikinu. Faðir hans, Gunnlaugur Sigurðsson, lenti í átökum við innbrotsþjóf eftir að hafa reynt í rólegheitum að ræða við hann. Eftir að innbrotsþjófurinn kýldi Gunnlaug og braut í honum tönn ákvað Gunnlaugur að reyna að halda honum þar til lögreglan mætti á svæðið. „Mér fannst mér dálítið klént að láta hann fara fyrst hann var búinn að brjóta úr mér tönn,“ sagði Gunnlaugur. Hann hafði þjófinn undir en sá síðarnefndi náði að teygja sig í stein og slá Gunnlaug með honum. Í framhaldinu komust þeir í burtu, meðal annars með fartölvu af heimilinu, en lögregla hafði hendur í hári þeirra. Gunnlaugur hlaut nokkra áverka, meðal annars missti hann meðvitund og nokkrar tennur. Höskuldur, sem er uppalinn í Breiðabliki og leikur nú með Halmstad í Svíþjóð, segir hann að hann hafi fundið fyrir reiði sem hann hafi aldrei kynnst áður. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hefna og ég var við það að hafa samband við alla mína „óprúðustu“ vini og kunningja til að svara með sama hætti og þessir menn höfðu gert.“ Faðir hans náði hins vegar að róa Höskuld og að málið væri komið í hendur yfirvalda. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ segir Höskuldur. Sonurinn lauk færslunni á tilvitnun í föður sinn, sem var ánægður með að hafa haldið í við sér yngri menn. „Þrátt fyrir að vera nokkuð illa farin líkamlega þá lyfti það upp sálinni að finna það að maður getur ennþá tekist á og það við menn á besta aldri.“ Færslu hans má lesa hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson segir frá innbroti á heimili fjölskyldu hans í Kópavogi á Facebook-síðu sinni en Vísir hafði áður greint frá atvikinu. Faðir hans, Gunnlaugur Sigurðsson, lenti í átökum við innbrotsþjóf eftir að hafa reynt í rólegheitum að ræða við hann. Eftir að innbrotsþjófurinn kýldi Gunnlaug og braut í honum tönn ákvað Gunnlaugur að reyna að halda honum þar til lögreglan mætti á svæðið. „Mér fannst mér dálítið klént að láta hann fara fyrst hann var búinn að brjóta úr mér tönn,“ sagði Gunnlaugur. Hann hafði þjófinn undir en sá síðarnefndi náði að teygja sig í stein og slá Gunnlaug með honum. Í framhaldinu komust þeir í burtu, meðal annars með fartölvu af heimilinu, en lögregla hafði hendur í hári þeirra. Gunnlaugur hlaut nokkra áverka, meðal annars missti hann meðvitund og nokkrar tennur. Höskuldur, sem er uppalinn í Breiðabliki og leikur nú með Halmstad í Svíþjóð, segir hann að hann hafi fundið fyrir reiði sem hann hafi aldrei kynnst áður. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hefna og ég var við það að hafa samband við alla mína „óprúðustu“ vini og kunningja til að svara með sama hætti og þessir menn höfðu gert.“ Faðir hans náði hins vegar að róa Höskuld og að málið væri komið í hendur yfirvalda. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ segir Höskuldur. Sonurinn lauk færslunni á tilvitnun í föður sinn, sem var ánægður með að hafa haldið í við sér yngri menn. „Þrátt fyrir að vera nokkuð illa farin líkamlega þá lyfti það upp sálinni að finna það að maður getur ennþá tekist á og það við menn á besta aldri.“ Færslu hans má lesa hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45