Maðurinn grunaður um árásina í New York segist saklaus Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2017 23:30 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Sayfullo Saipov, sem grunaður er um að hafa orðið átta manns að bana í New York í síðasta mánuði er ekið var á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur, hefur lýst sig saklausan af ákæru um morð og aðrar sakargiftir. Saipov, 29 ára gamall Úsbeki, var handtekinn á vettvangi árásarinnar en hann er sakaður um að hafa ekið bíl eftir fjölförnum hjólreiðastíg. Fjölmargir urðu fyrir bílnum og létust sem fyrr segir átta manns í árasinni, auk þess sem að fjölmargir slösuðust. Lögregla handtók Saipov eftir að lögreglumenn skutu hann á vettvangi. Hefur hann setið í varðhaldi síðan, lengst af á sjúkrahúsi. Fyrr í mánuðinum var hann ákærður fyrir alls átta morð, 12 morðtilraunir auk annarra ákæruliða, þar á meðal fyrir að hafa stutt hryðjuverkasamtökin ISIS. Refsingin fyrir alvarlegustu ákæruliðina er dauðarefsins en óvíst er hvort saksóknarar í New York muni fara fram á slíka refsingu.Í frétt Guardian segir að Saipov hafi í yfirheyrslum játað að hafa skipulagt árásina á síðasta ári og að innblásturinn hafi hann sótt til ISIS. Þá segir einnig að honum hafi liðið vel með hvernig árásin heppnaðist og að hann hafi fram á að vera með fána ISIS inn á sjúkrastofunni þar sem hann jafnaði sig af sárum sínum. Árásin var sú mannskæðasta í New York frá hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Fimm af þeim sem létust voru frá Argentínu til þess að fagna 30 ára útskriftarafmæli. Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00 Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Sayfullo Saipov, sem grunaður er um að hafa orðið átta manns að bana í New York í síðasta mánuði er ekið var á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur, hefur lýst sig saklausan af ákæru um morð og aðrar sakargiftir. Saipov, 29 ára gamall Úsbeki, var handtekinn á vettvangi árásarinnar en hann er sakaður um að hafa ekið bíl eftir fjölförnum hjólreiðastíg. Fjölmargir urðu fyrir bílnum og létust sem fyrr segir átta manns í árasinni, auk þess sem að fjölmargir slösuðust. Lögregla handtók Saipov eftir að lögreglumenn skutu hann á vettvangi. Hefur hann setið í varðhaldi síðan, lengst af á sjúkrahúsi. Fyrr í mánuðinum var hann ákærður fyrir alls átta morð, 12 morðtilraunir auk annarra ákæruliða, þar á meðal fyrir að hafa stutt hryðjuverkasamtökin ISIS. Refsingin fyrir alvarlegustu ákæruliðina er dauðarefsins en óvíst er hvort saksóknarar í New York muni fara fram á slíka refsingu.Í frétt Guardian segir að Saipov hafi í yfirheyrslum játað að hafa skipulagt árásina á síðasta ári og að innblásturinn hafi hann sótt til ISIS. Þá segir einnig að honum hafi liðið vel með hvernig árásin heppnaðist og að hann hafi fram á að vera með fána ISIS inn á sjúkrastofunni þar sem hann jafnaði sig af sárum sínum. Árásin var sú mannskæðasta í New York frá hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Fimm af þeim sem létust voru frá Argentínu til þess að fagna 30 ára útskriftarafmæli.
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00 Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Donald Trump krefst aftöku Úsbekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður. 3. nóvember 2017 07:00
Skipulagði árásina í margar vikur Sayfullo Saipov myrti átta manns í New York í nafni Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2017 16:17