Munu ekki lengur sætta sig við ósanngjarna viðskiptahætti Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 12:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú á ferðalagi um Asíu. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að verða misnotuð á sviði viðskipta. Trump sagði þetta í ræðu á fundi APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem nú fer fram í Víetnam. Trump sagði að hann myndi ávallt setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti og að önnur aðildarríki APEC þurfi að taka upp viðskiptahætti sem skili sér í gagnkvæmum ávinningi aðilanna. BBC segir frá. Xi Jinping Kínaforseti sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Alls eiga 21 ríki aðild að APEC, en verg landsframleiðsla ríkjanna er um 60 prósent af heimsframleiðslu. Trump er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu þar sem hann hefur þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam, en næst liggur leiðin til Filippseyja. Í fyrsta ári sínu í embætti hefur Trump dregið Bandaríkin úr viðræðum um gerð fríverslunarsamnings tólf Kyrrahafsríkja, þar sem hann telur samninginn skaða hagsmuni Bandaríkjanna.Gagnrýnir WTO Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og sagði hana ekki geta starfað með skilvirkum hætti ef öll aðildarríkin virtu ekki regluverkið. Benti forsetinn á að önnur ríki hafi ekki svarað í sömu mynt þegar Bandaríkin hafi rutt viðskiptahindrunum úr vegi. Hann vildi þó ekki kenna öðrum APEC-ríkjum um heldur gagnrýndi hann fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna um að hafa leyft málum að þróast á þennan veg. Trump opnaði svo á gerð tvíhliða viðskiptasamninga við hvert það ríki sem reiðubúið sé til samninga. Slíkir samningar yrðu þó að byggja á gagnkvæmri virðingu og ávinningi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00 Pútín og Trump funda ekki Dagskrá leiðtoganna leyfði það ekki. 10. nóvember 2017 08:04 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin munu ekki lengur sætta sig við að verða misnotuð á sviði viðskipta. Trump sagði þetta í ræðu á fundi APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem nú fer fram í Víetnam. Trump sagði að hann myndi ávallt setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti og að önnur aðildarríki APEC þurfi að taka upp viðskiptahætti sem skili sér í gagnkvæmum ávinningi aðilanna. BBC segir frá. Xi Jinping Kínaforseti sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Alls eiga 21 ríki aðild að APEC, en verg landsframleiðsla ríkjanna er um 60 prósent af heimsframleiðslu. Trump er nú á tólf daga ferðalagi um Asíu þar sem hann hefur þegar heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam, en næst liggur leiðin til Filippseyja. Í fyrsta ári sínu í embætti hefur Trump dregið Bandaríkin úr viðræðum um gerð fríverslunarsamnings tólf Kyrrahafsríkja, þar sem hann telur samninginn skaða hagsmuni Bandaríkjanna.Gagnrýnir WTO Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO og sagði hana ekki geta starfað með skilvirkum hætti ef öll aðildarríkin virtu ekki regluverkið. Benti forsetinn á að önnur ríki hafi ekki svarað í sömu mynt þegar Bandaríkin hafi rutt viðskiptahindrunum úr vegi. Hann vildi þó ekki kenna öðrum APEC-ríkjum um heldur gagnrýndi hann fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna um að hafa leyft málum að þróast á þennan veg. Trump opnaði svo á gerð tvíhliða viðskiptasamninga við hvert það ríki sem reiðubúið sé til samninga. Slíkir samningar yrðu þó að byggja á gagnkvæmri virðingu og ávinningi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00 Pútín og Trump funda ekki Dagskrá leiðtoganna leyfði það ekki. 10. nóvember 2017 08:04 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Trump hafði fögur orð um Xi Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega. 10. nóvember 2017 07:00