Erlent

BBC hættir við sýningu á Agatha Christie þáttum vegna ásakana í garð Ed Westwick

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen.
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen. Vísir/Getty

BBC hefur tekið þættina Ordeal by Innocence af jóladagskrá sinni en til stóð að sýna fyrsta þáttinn af þremur þann 26. desember næstkomandi. Þessi stutta þáttaröð er byggð á samnefndri bók frá Agatha Christie. Ákvörðunin var tekin eftir að Kristina Cohen sakaði leikarann Ed Westwick um nauðgun.

Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen á heimili sínu í febrúar árið 2014. Rannsóknin fór af stað í kjölfarið af Facebook-færslu leikkonunnar frá því á mánudaginn þar sem hún lýsir því hvernig leikarinn hafi nauðgað sér í gestaherbergi á heimili sínu.

Ed Westwick tjáði sig um málið á Instagram þar sem hann skrifaði: „Ég þekki ekki þessa konu, ég hef aldrei þröngvað mér á neinn hátt, á konu. Ég hef svo sannarlega aldrei nauðgað.“

Lýsingar Kristinu Cohen á atburðunum eru ítarlegar en frásögn hennar kom í kjölfar mikillar vitundarvakningar vestanhafs og víða um heim, í kjölfar þess að ásakanirnar á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein birtust fyrst.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×