Fótbolti

Sigurður Ragnar ætlar að fá íslenska þjálfara sér til aðstoðar í Kína

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Sigurður Ragnar og Daði Rafnsson stoltir eftir að leikmenn Jiangsu Suning komu og hengdu verðlaunapeningana sína á þá.
Sigurður Ragnar og Daði Rafnsson stoltir eftir að leikmenn Jiangsu Suning komu og hengdu verðlaunapeningana sína á þá. mynd/daði rafnsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson stefnir að því að fá að minnsta kosti tvo íslenska þjálfara sér til aðstoðar hjá kínverska kvennalandsliðinu í fotbolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net.

Sigurður skrifaði í gær undir þriggja ára samning við kínverska knattspyrnusambandið en hann hefur náð góðum árangri með kvennalið Jiangsu Suning þar í landi.

Sigurður vildi aðspurður ekki gefa upp nein nöfn íslenskra þjálfara sem hann hyggst leita til en hann segist vonast til þess að geta greint frá því fljótlega hverjir munu aðstoða hann.

Ekki þykir líklegt að Daði Rafnsson, sem hefur starfað með Sigurði hjá Jiangsu Suning, verði þar á blaði en hann er farinn heim til Íslands þar sem hann var að verða faðir.

Kínverska kvennalandsliðið í fótbolta er sem stendur í þrettánda sæti FIFA heimslistans, átta sætum ofar en það íslenska.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×