Fótbolti

Siggi Raggi stýrir „Stálrósum“ kínverska landsliðsins í næstu tveimur leikjum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfaði Ísland í sjö ár.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfaði Ísland í sjö ár. vísir/stefán
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, mun stýra kínverska kvennalandsliðinu í næstu tveimur leikjum þess á móti Ástralíu í lok mánaðar.

Kínverska knattspyrnusambandið greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en Sigurður Ragnar hefur þjálfað Jiangsu Suning í kínversku úrvalsdeildinni undanfarin misseri.

Hann tekur við starfinu af Frakkanum Bruno Bini en Sigurður Ragnar er búinn að velja 26 leikmenn til að spila leikina tvo sem fara fram 22. og 26. nóvember.

Sigurður Ragnar þekkir það vel að stýra landsliði en hann þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006-2013 og fór með það tvisvar sinnum á Evrópumótið.

Kínverska landsliðið, sem kallað er Stálrósinar, hefur um langa hríð verið eitt það sterkasta í heiminum. Það er í þrettánda sæti á styrkleikalista FIFA og komst í átta liða úrslit á síðustu Ólympíuleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×