Rebel Wilson tjáir sig um kynferðislega áreitni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 17:05 Rebel Wilson greinir frá því að hún hafi tvisvar sinnum orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu valdamikilla manna í kvikmyndaiðnaðinum. Vísir/getty Enn ein konan sem starfar innan kvikmyndaiðnaðarins stígur nú fram og tjáir sig um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hálfu valdamikils manns. Rebel Wilson er áströlsk leikkona á fertugsaldri sem þekktust er fyrir eftirminnilega frammistöðu í gamanmyndunum Pitch Perfect og Bridesmades. Þetta kemur fram á vef Guardian. Rebel segir frá því þegar þekktur maður í valdastöðu innan kvikmyndaiðnaðarins bað hana um að fylgja sér inn í herbergi. Þegar þangað var komið hafi hann þrábeðið hana um að stinga fingrinum í rassinn á honum og hún neitað staðfastlega. Á meðan á þessu stóð hefðu karlkyns vinir reynt að taka atvikið upp á myndband og hlegið. Þegar hún hafi komið sér úr þessum erfiðum aðstæðum hafi hún haft samband við lögfræðinginn sinn og umboðsmann og skrifað formlega kvörtun á yfirmenn kvikmyndaversins en hún fór fram á grein í samningnum sem verndaði hana fyrir umræddum manni. Jafnvel eftir að hafa ráðist í nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að girða fyrir frekari áreitni hafi henni verið sagt að „vera almennileg“ og styðja við leikarann. Rebel kiknaði ekki undan því álagi sem fylgdi þessum hótunum heldur hafi hún mótmælt harðlega og í staðinn fyrir „vera almennileg“ hafi hún sagt hundruð fólks frá atvikinu með „myndrænum hætti“ til þess að vara fólk við leikaranum. Þá greinir Rebel jafnframt frá öðru atviki en hún segir að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood – sem sé alræmdur fyrir níðast á konum – hafi áreitt hana en hún hafi komist naumlega undan. Rebel segir að jafnvel hún sem sé jafnan sterk og sjálfsörugg búi yfir reynslu af áreitni en hún sé afar lánsöm að hafa tekið sjálfsvarnarnámskeið. Rebel segist hafa komist undan báðum atvikum heil á húfi en hún sé meðvituð um að ekki séu allir svo heppnir. MeToo Hollywood Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Enn ein konan sem starfar innan kvikmyndaiðnaðarins stígur nú fram og tjáir sig um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hálfu valdamikils manns. Rebel Wilson er áströlsk leikkona á fertugsaldri sem þekktust er fyrir eftirminnilega frammistöðu í gamanmyndunum Pitch Perfect og Bridesmades. Þetta kemur fram á vef Guardian. Rebel segir frá því þegar þekktur maður í valdastöðu innan kvikmyndaiðnaðarins bað hana um að fylgja sér inn í herbergi. Þegar þangað var komið hafi hann þrábeðið hana um að stinga fingrinum í rassinn á honum og hún neitað staðfastlega. Á meðan á þessu stóð hefðu karlkyns vinir reynt að taka atvikið upp á myndband og hlegið. Þegar hún hafi komið sér úr þessum erfiðum aðstæðum hafi hún haft samband við lögfræðinginn sinn og umboðsmann og skrifað formlega kvörtun á yfirmenn kvikmyndaversins en hún fór fram á grein í samningnum sem verndaði hana fyrir umræddum manni. Jafnvel eftir að hafa ráðist í nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að girða fyrir frekari áreitni hafi henni verið sagt að „vera almennileg“ og styðja við leikarann. Rebel kiknaði ekki undan því álagi sem fylgdi þessum hótunum heldur hafi hún mótmælt harðlega og í staðinn fyrir „vera almennileg“ hafi hún sagt hundruð fólks frá atvikinu með „myndrænum hætti“ til þess að vara fólk við leikaranum. Þá greinir Rebel jafnframt frá öðru atviki en hún segir að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood – sem sé alræmdur fyrir níðast á konum – hafi áreitt hana en hún hafi komist naumlega undan. Rebel segir að jafnvel hún sem sé jafnan sterk og sjálfsörugg búi yfir reynslu af áreitni en hún sé afar lánsöm að hafa tekið sjálfsvarnarnámskeið. Rebel segist hafa komist undan báðum atvikum heil á húfi en hún sé meðvituð um að ekki séu allir svo heppnir.
MeToo Hollywood Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira